Lýsing námskeiðs & skráning

Microsoft Power Platform

Sjálfvirknivæðing, skráningar og gagnagreining

Microsoft hefur undan farin ár unnið markvisst að því að auka framleiðni fyrirtækja og einstaklinga og ein lykileiningin í því púsli er Power Platformið.

Á þessu námskeiði verður farið yfir hagnýt dæmi um hvernig hver eining er virkjuð í daglegum rekstri fyrirtækja ásamt því að rýna í dæmi um hvernig einingarnar vinna saman sem ein heild í beinni tengingu við önnur rekstrarkerfi fyrirtækja.

Þátttakendur munu fá tækifæri til að setja saman smáforrit, safna með því gögnum, setja upp sjálfvirk samskipti við önnur forrit og dregið saman og birt gögnin á myndrænan hátt. Allt þetta verður gert með því að skoða dýpra eftirtaldar einingar Power Platform:

 • Power Apps
 • Power BI
 • Power Automate – Flows/UI Flows (RPA)
 • Power Virtual Agents – Spjallmenni
 • Dataverse – Gagnagrunnur
 • Dataverse for Teams – Power Platform fellt inn í Teams

Einnig verða sýnd dæmi um tilbúnar vörur, farið yfir uppsetningu, viðhald og umsjón kerfanna.

Þáttakendur með lágmarksþekkingu á tæknimálum eiga í lok námskeiðs að getað sett saman smáforrit, spjallmenni og róbóta og tengja það saman.

Kennari námskeiðsins kemur frá fyrirtækinu fyrirtækinu Stragile sem er leiðandi á íslenskum markaði í notkun og innleiðingu á Power Platform og hefur m.a. unnið náið með þróunardeild Microsoft í útgáfuferlum þess.

Hagnýt atriði:

 • Námskeiðið er um 4 klst. langt í 9 hlutum. Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
 • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu. 
 • Verð 24.000 kr.
 • Tilboð! Kauptu fjögur MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. eða sex námskeið á 99.900 kr.
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun styrkir jafnframt skjólstæðinga sína um allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
 • Sendu okkur línu ef við getum aðstoðað akademias@akademias.is

Fyrir hverja?

Námskeiðið er bæði ætlað þeim sem eru að byrja Power-vegferðina sem og þeim sem vilja fylgjast með því nýjasta. Námskeiðið hentar bæði einyrkjum og starfsmönnum stærri fyrirtækja í öllum atvinnugreinum.

Leiðbeinandi:

Ágúst Björnsson hefur unnið við ráðgjöf, hugbúnaðargerð, innleiðingar og útgáfu hugbúnaðar í 25 ár og er menntaður í upplýsingatækni og viðskiptafræði. Lengstan tímann hefur Ágúst starfað erlendis með sumum af þekktustu fyrirtækjum heims, bæði í bandaríkjunum og Evrópu. Fyrir stofnun Stragile starfaði Ágúst hjá þróunardeild Microsoft í Seattle þar sem hann stjórnaði svokölluðu FastTrack teymi sem sér um móttöku (onboarding) allra viðskiptavina inn í skýjalausnir Dynamics 365.

Með stofnun Stragile skerpti Ágúst á áhuga sínum um að vera nær raunverulegum notendum hugbúnaðarlausna og í dag starfar Stragile með öflugum hópi fyrirtækja bæði á Íslandi og í Evrópu.

 

Leiðbeinandi

Ágúst Björnsson, stofnandi Stragile

Hoobla - Systir Akademias