Lýsing námskeiðs og skráning

Meistarinn í viðskiptum framtíðarinnar

Meistarinn í viðskiptum framtíðarinnar er hannaður fyrir stjórnendur, frumkvöðla og sérfræðinga sem vilja efla færni sína í að nýta nýjustu tækni, stefnumótun og rekstrarhætti til að byggja upp framtíðarsýn og árangursríkan rekstur.
Námið byggist á þremur öflugum námskeiðum sem mynda heildstæða leið til að efla stefnumótandi hugsun, rekstrarhæfni og nýsköpunarþor.

Námið samanstendur af eftirfarandi námskeiðum:

Auk þess fylgir námsleiðinni safn af rafrænum námskeiðum þar sem kennd er notkun á ChatGPT og Copilot, sem gerir þátttakendum kleift að nýta gervigreind sem hagnýtt verkfæri í daglegum rekstri og ákvarðanatöku.

Við skráningu í Meistarann í viðskiptum framtíðarinnar er nemandinn búinn að tryggja sér sæti á námskeiðunum hér að ofan að andvirði 926.900kr.

Verð fyrir Meistarinn í viðskiptum framtíðarinnar: 699.000 kr

Nánari upplýsingar má nálgast hjá Þórarni Hjálmarssyni, thorarinn@akademias.is

Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki (sjá t.d. www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum asdis@akademias.is