Leiðtoginn
Leiðtogi í notkun gervigreindar í viðskiptum
Hefst 1.október 2024
Spunagreind er tækni sem hefur farið eins og eldur í sinu um viðskiptaheiminn. Mörg fyrirtæki eru að reyna að endurhugsa verðmætasköpun og nota gervigreind sem hluta af lausnum og þjónustu. Tæknin er komin til með að vera en það er spurning hvernig má nota hana til þess að auka skilvirkni og markvirkni innan fyrirtækja og efla verðmætasköpun. Námskeiðið miðar að því að taka púlsinn á því sem er að gerast í viðskiptaheiminum hér á landi og erlendis með tilkomu ChatGTP og almennrar notkunar gervigreindar.
Námið hjálpar fólki og fyrirtækjum að nýta aðgengilega gervigreind til þess að auka skilvirkni og markvirkni innan fyrirtækja og hvernig á að búa til nýjar lausnir og viðskiptamódel sem byggja á nýrri tækni. Farið er yfir notkun ChatGTP og gervigreindalausna í fremstu fyrirtækjum á Íslandi og erlendis og aðferðafræði kennd til þess að nýta tæknina til þess að búa til lausnir, verkfæri og verkefni.
Aðferðafræðin námsins byggir á hóp- og einstaklingsverkefnum, samtölum sérfræðinga og fyrirlestrum fólks úr akademíunni og atvinnulífinu. Tveir til þrír leiðbeinendur eru í hverjum áfanga, bæði úr akademíu og atvinnulífinu.
Námið er afar hagkvæmt og markmiðið er að þátttakendur geti byrjað að nota aðferðirnar, tól og tæki strax í sínum störfum. Námið er í boði staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.
Leiðbeinendur:
Hlaðvarp um gervigreind og viðskipti
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
Námskeiðið hefst 1. október 2024. Kennt verður í 3 vikur á þriðjudögum frá 13-16 og á miðvikudögu frá 9-12, fram til 16. október.
Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23 eða fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.
Námið er 18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.
Námsmat: Hópverkefni unnið í tíma og einstaklingsheimaverkefni.
Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.
Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.
Ágúst Björnsson, stofnandi Stragile
Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi DataLab Ísland
Dr. Eyþór Ívar Jónsson
Stefán Baxter