Sérfræðingur
Sérfræðingur í stefnumótun og skipulagi fyrirtækja
Nýtt hefst 26.apríl
Akademias býður upp á Sérfræðingur í stefnumótun og skipulagi fyrirtækja. Farið er yfir helstu kenningar sem tengjast stefnumótun fyrirtækja og farið yfir íslensk raundæmi. Ákveðin aðferðafræði verður kynnt sem byggir á helstu kenningum en einfaldar stefnumótunarvinnu fyrirtækja. Sérstaklega er fjallað um tengst skipulags við stefnu félaga og hvaða leiðir er hægt að fara í að endurskipuleggja fyrirtæki. Jafnframt eru skoðaðar leiðir til þess að auka líkur á að stefna verði framkvæmd.
Námskeiðið gefur fólki einstakt tækifæri til þess að læra meira um hugmynda- og aðferðafræði sem getur skapað fyrirtækjum framtíð og möguleika í kvikum heimi viðskiptanna. Stefnumótun út frá verðmætasköpun fyrir viðskiptavini, samkeppnisyfirburðum, kjarnafærni, sjálfbærni og fleiri þáttum verða skoðaðir með praktíska nálgun að leiðarljósi. Einnig verður lögð áhersla á að þróa skipulag sem fylgir stefnu fyrirtækisins og eykur þar með líkur á árangursríkri stefnu.
Umsjónaraðili námskeiðsins er Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, sem er einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna sem hefur verið leiðandi í MBA náminu í Copenhagen Business School í tuttugu ár og kennt MBA við fjölda háskóla. Leiðbeinendur námsins eru 6 - 12 talsins sem eru sérfræðingar í stefnumótun og skipulagi fyrirtækja. Hver áfangi hefur á bilinu 2 – 5 leiðbeinendur sem segja frá eigin reynslu og raundæmum.
Sérfræðingur stefnumótun og skipulagi fyrirtækjar snýst um að skapa þekkingu, færni og leikni sem tengist mótun, skipulagi og framkvæmd stefnu. Á námskeiðinu lærir fólk um nýjar og gamlar aðferðir sem miða að því að móta stefnu fyrirtækja og tryggja þeim framtíð. Leiðbeinendur segja einstakar raunsögur um hvernig þeir hafa nálgast stefnumótunarferlið og hvað þeir hafa lært af reynslunni.
Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.
Námskeiðið byrjar 26. apríl kl. 13:00 og er kennt á miðvikudögum kl. 13:00 – 16:00 og fimmtudögum kl. 9:00 – 12:00 frá 26. apríl til 11. maí.
Námskeiðið er kennt í stað- og fjarkennslu. Námskeiðið er 18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.
Námsmat: Einstaklingsverkefni og hópverkefni.
Námskeiðagjöld: 240.000 kr Snemmskráningarverð 190.000
Dr. Eyþór Ívar Jónsson