Lýsing námskeiðs og skráning

Sérfræðingur í stefnumótun og skipulagi fyrirtækja

Á námskeiðinu er farið yfir helstu kenningar sem tengjast stefnumótun fyrirtækja og farið yfir íslensk raundæmi. Ákveðin aðferðafræði verður kynnt sem byggir á helstu kenningum sem einfaldar stefnumótunarvinnu fyrirtækja, sérstaklega er fjallað um tengsl skipulags við stefnu félaga og hvaða leiðir er hægt að fara í að endurskipuleggja fyrirtæki. Jafnframt eru skoðaðar leiðir til þess að auka líkur á að stefna verði framkvæmd.

Námskeiðið gefur fólki einstakt tækifæri til þess að læra meira um hugmynda- og aðferðafræði sem getur skapað fyrirtækjum tækifæri í kvikum heimi viðskiptanna. Stefnumótun út frá verðmætasköpun fyrir viðskiptavini, samkeppnisyfirburðum, kjarnafærni, sjálfbærni og fleiri þáttum verða skoðaðir með hagnýta nálgun að leiðarljósi. Einnig verður lögð áhersla á að þróa skipulag sem fylgir stefnu fyrirtækisins og eykur þar með líkur á árangursríkri stefnu.

Umsjónaraðili námskeiðsins er Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, sem er einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna sem hefur verið leiðandi í MBA náminu í Copenhagen Business School í tuttugu ár og kennt MBA við fjölda háskóla. Eyþór var valinn í hóp "The Best Influential Educational Leaders to Follow in 2024" hjá The Educational Insights. Leiðbeinendur námsins eru 6 - 12 talsins sem eru sérfræðingar í stefnumótun og skipulagi fyrirtækja. Í hverjum áfanga er á bilinu tveir til sex leiðbeinendur sem segja frá eigin reynslu og raundæmum.

Fyrirlesarar: 
Ari Daníelsson - Forstjóri Origo
Magnús Geir Þórðarson - Þjóðleikhússtjóri
Hilmar Janusson - Framkvæmdastjóri framtakssjóðsins Iðunnar
o.fl. 

Námskeiðið sjálft byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.

Áfangar:

  1. Stefnumótun og safarí kenninga
  2. Skipulag fylgir stefnu
  3. Samkeppnisyfirburðir og kjarnafærni
  4. Verðmætasköpun, skilvirkni og markvirkni
  5. Stefnumótun í framkvæmd
  6. Aðferðafræði stefnumótunarfræðingsins

 
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námskeiðið byrjar 26. mars kl. 13:00 og er kennt á miðvikudögum kl. 13:00 – 16:00 og fimmtudögum kl. 9:00 – 12:00 í þrjár vikur.  

Námskeiðið er kennt í stað- og fjarkennslu. Námskeiðið er 18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.  

Námsmat: Einstaklingsverkefni og hópverkefni.

Námskeiðagjöld: 269.000 kr. 

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson