Lýsing námskeiðs & skráning

Leiðtoginn og stjórnunarstílar

Það er nauðsynlegt að hafa öfluga leiðtoga til þess að stýra starfi fyrirtækja, stofnana og jafnvel verkefnum. Það eru auknar kröfur um að fólk sem er í stjórnendastöðum skilji að hlutverk leiðtogans getu verið mismunandi og að ólíkar aðstæður geta kallað á ólíka stjórnunarstíla. Árangursrík fyrirtæki þurfa leiðtoga sem geta leitt breytingar eða tryggt að fólk nái saman og geti skapað árangur saman. 

Um hvað er námskeiðið?

Námskeiðið fjallar um mismuninn á stjórnanda og leiðtoga, helstu áherslur ólíkra stjórnunarkenninga og hver er tilgangur leiðtogans. Jafnframt er fjallað um ólíkar grímur leiðtogans, ólíka stjórnunarstíla, sem virka við mismunandi aðstæður. Loks er lögð áhersla á hvernig stjórnandinn verður að ramma starfið inn sjálfur.

Fyrir hverja?

Leiðtoginn og stjórnunarstílar er fyrir alla þá sem eru í stjórnunarhlutverki eða vinna náið með stjórnendum. Það hefur sýnt sig að skilningur á stjórnunarkenningum og stjórnunarstílum er mjög mikilvægt fyrir alla sem vinna í teymum og verkefnum.
 

Leiðbeinandi:

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða og einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna. Eyþór hefur þjálfað upp leiðtoga hjá fyrirtækjum í meira en tvo áratugi. Hann kennir jafnframt námskeiðin miniMBA – Leiðtoginn og stafræn umbreyting og Viðurkenndir stjórnarmenn hjá Akademias. 
 

Hagnýt atriði:

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
  • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
  • Námið er í 6 hlutum og er rúm klukkustund í heildina. 
  • Verð 24.000 kr
  • Tilboð! Kauptu fjögur MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. eða sex námskeið á 99.900 kr.
  • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
  • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
 
Hoobla - Systir Akademias