Hinn fullkomni karlmaður
„Hinn fullkomni karlmaður“ er stórskemmtilegur og hugvíkkandi fyrirlestur sem fjallar um karlmennsku í samtímanum á víðan og fjölbreyttan hátt – og einblínir á „jákvæða karlmennsku“. Hvernig eigum við að hugsa um karlmennskuna, bæta hana og efla – og vera með karlmönnum í liði? Hvernig líta fyrirmyndir ungra karlmanna út í dag, ef þær eru þá til?
Sverrir leitar víða fanga, meðal annars í eigið líf, og ferðast með áheyrendum inn á heimilið, á vinnustaði, aftur í aldir og inn í framtíðina...
Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:
- Jákvæð karlmennska
- Feðraveldi
- Tilfinningaleg byrði
- Femínismi
- Eitruð karlmennska
- Karlmenn í aldanna rás
- Karlmenn og föðurhlutverkið
- Karlmenn og leiðtogahlutverkið
- Karlmenn og heimilið
- Karlmenn og líkaminn
- Karlmenn og útlitið
- Karlar og konur
- Karlmenn og náttúran
- Karlmenn og framtíðin
Fyrir hverja?
Fyrir alla þá sem vilja fræðast um „jákvæða karlmennsku“, uppgötva hvernig hinn fullkomni karlmaður er – og hlusta á skemmtilegan og hugvíkkandi fyrirlestur
Leiðbeinandi:
Sverrir Norland er rithöfundur, fyrirlesari, útgefandi og fjölmiðlamaður, og hefur áralanga reynslu af því að koma fram, bæði á sviði, í sjónvarpi og útvarpi.
Hagnýt atriði:
- Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
- Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
- Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
- Námið er í 4 hlutum og er um klst í heildina.
- Verð 19.000 kr
- Tilboð! Kauptu fjögur MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. eða sex námskeið á 99.900 kr.
- Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
- Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.