Lýsing námskeiðs og skráning

Chat-GPT með Stefáni Atla

ChatGPT er orðið eitt öflugasta verkfæri sem starfsfólk hefur til að auka afköst, skila betri niðurstöðum og spara tíma í daglegri vinnu. Þetta námskeið sýnir þátttakendum hvernig þeir geta nýtt ChatGPT á einfaldan, skýran og markvissan hátt — óháð starfi eða tæknikunnáttu.

Við förum í gegnum hvernig ChatGPT vinnur, hvernig best er að tala við það og hvernig það getur tekið yfir verkefni sem áður tóku klukkutíma — allt frá samantektum og skýrslum yfir í skapandi skrif, gagnavinnslu og myndsköpun.

Námskeiðið skiptist í 7 hluta:

  1. Inngangur að gervigreind
  2. Gagnaúrvinnsla með gervigreind
  3. Skapandi skrif með gervigreind
  4. Myndsköpun með gervigreind
  5. Forritun með gervigreind (lauslega farið yfir)
  6. Tónlistarsköpun með gervigreind
  7. Umræður og lokaorð

Þú lærir að:

  • Skrifa betri fyrirmæli (prompts) sem skila nákvæmari og áreiðanlegri svörum.
  • Nýta ChatGPT til að skrifa texta, útskýra flókin mál og laga texta að mismunandi markhópum.
  • Taka inn skjöl (t.d. PDF og Excel) og fá skýra samantekt eða greiningu.
  • Búa til hugmyndir, útlínur, lista og markaðsefni hratt og skipulega.
  • Nota myndsköpun, gagnavinnslu og hagnýta eiginleika sem þú getur notað strax í starfi.
  • Skipuleggja verkefni og fá ChatGPT til að brjóta þau niður í raunhæf skref.

Hentar fyrir:

Alla sem vilja nýta ChatGPT í daglegu starfi á einfaldan og hagnýtan hátt — óháð starfi, reynslu eða tæknilegum bakgrunni.
Námskeiðið er sérstaklega hentugt fyrir fólk í skrifstofustörfum, stjórnun, menntun, markaðssetningu, þjónustu, fjármálum og almenna upplýsingavinnu.

Um Stefán Atla

Stefán Atli er viðskiptafræðingur og fjölmiðlatæknir með áralanga reynslu í markaðsmálum og efnissköpun. Hann hefur mikinn áhuga á tölvuleikjum, markaðsmálum, tónlist og auðvitað, gervigreind!

Hagnýtar upplýsingar

  • Tímalengd: 3 klst.
  • Verð: 29.900 kr.
  • Dagsetningar í janúar:
    • 8. janúar kl 13:00
    • 13. janúar kl. 17:00
    • 15. janúar kl. 17:00
    • 21. janúar kl. 17:00
    • 28. janúar kl. 17:00
  • Dagsetningar í febrúar:
    • 4. febrúar kl. 17:00
    • 6. febrúar kl. 13:00
    • 19. febrúar kl. 17:00
    • 25. febrúar kl. 17:00
  • Staðnám hjá Akademías í Borgartúni 23, 3.hæð.
  • Hámarksfjöldi: 30 þátttakendur á hverju námskeiði.
  • Til að nemendur fái sem mest út úr námskeiðinu og verkefnum þarf að vera með greiddan aðgang að Chat-GPT.

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki (sjá t.d. www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum asdis@akademias.is

 

Leiðbeinandi

Stefán Atli Rúnarsson