Lýsing námskeiðs og skráning

Chat-GPT fyrir iðnaðarmenn

Stutt og hagnýtt námskeið sem gefur þér mikla þekkingu sem hægt er að beita strax í daglegu starfi.

Fyrir hverja
Námskeiðið er sérstaklega ætlað fagfólki í iðnaði sem vill nýta gervigreind til að leysa verkefni hraðar, bæta vinnuflæði og auka lífsgæði — án þess að þurfa mikla tæknilega þekkingu eða tíma í flókna uppsetningu.

Markmið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri strax að nýta gervigreind til að spara tíma, einfalda flókin ferli og auka framleiðni, hvort sem unnið er með texta, gögn, skipulag eða almenna verkstjórn.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Hvernig gervigreind er að breyta vinnuaðferðum og verklagi í iðnaði og þjónustu.
  • Hagnýta notkun ChatGPT og annarra vinsælla gervigreindartóla við dagleg verkefni, t.d. skýrslugerð, samskipti, sölu- og markaðssetningu og skipulag.
  • Dæmi um hvernig gervigreind getur tekið við endurteknum eða tímafrekum verkefnum.
  • Leiðir til að bæta samskipti, viðskiptatækifæri og þjónustu með aðstoð gervigreindar.
  • Nýjustu strauma í gervigreind og hvernig best er að undirbúa sig fyrir hraða þróun tækninnar.

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Þekkja helstu gervigreindartól sem nýtast í iðnaði og daglegum rekstri.
  • Geta nýtt ChatGPT og sambærileg tól til að leysa raunveruleg verkefni á fljótlegan og skilvirkan hátt.
  • Hafa aukið sjálfstraust og þekkingu til að beita gervigreind til að bæta eigin vinnuflæði og ákvarðanatöku.

Aðrar upplýsingar
Námskeiðið er verklegt og lögð er sterk áhersla á hagnýta notkun og raunveruleg dæmi úr starfi fagfólks í iðnaði. Þátttakendur þurfa að hafa síma eða tölvu með ChatGPT appi til að taka þátt í verklegum æfingum.

Um Stefán Atla

Stefán Atli er viðskiptafræðingur og fjölmiðlatæknir með áralanga reynslu í markaðsmálum og efnissköpun. Hann hefur mikinn áhuga á tölvuleikjum, markaðsmálum, tónlist og auðvitað, gervigreind!

Hagnýtar upplýsingar

  • Tímalengd: 3 klst.
  • Verð: 29.900 kr.
  • Dagsetningar í janúar:
    • 29. janúar kl. 17:00
    • 23. febrúar kl. 17:00
  • Staðnám hjá Akademías í Borgartúni 23, 3.hæð.
  • Hámarksfjöldi: 30 þátttakendur á hverju námskeiði.

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki (sjá t.d. www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum asdis@akademias.is

 

Leiðbeinandi

Stefán Atli Rúnarsson