Lýsing námskeiðs & skráning

Auglýsingakerfi Facebook og Instagram

Lærðu að ná meiri árangri með auglýsingum á Facebook og Instagram. Þátttakendur öðlast hagnýta þekkingu á að beita tæknilegum auglýsingaaðferðum og djúpan skilning á öllum þeim eiginleikum sem auglýsingakerfið býður uppá. Ennfremur fá þátttakendur tengla á hin ýmsu tól á netinu og ítarefni sem hjálpar þeim við markaðsstarfið.

Hagnýtar upplýsingar:

 • Næsta staðnámskeið verður auglýst fljótlega.
  • Fjarnám alltaf í boði, byrjaðu að læra í gegnum netið núna! Verð 39.900 kr.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi.  

  Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

  • Hvernig hægt er að ná meiri árangri fyrir minna fjármagn með auglýsingakerfi Facebook og Instagram.
  • Hvernig hægt er að búa til öflugri markhópa bæði með því að nota Audience Insight og eigin gögn.
  • Hvernig Ad manager virkar.
  • Hvernig hægt er að sjálfvirknivæða auglýsingar svo kerfið framleiði jafnvel hundruð mismunandi samsetningar af auglýsingum, fyrir mismunandi markhópa, með algrímu Facebook.
  • Hvernig hægt er að tengja auglýsingakerfi Facebook við vefverslanir og sjálfvirknivæða auglýsingar.
  • Hvernig Facebook Pixel virkar og hvernig hægt er að nota hann til að ná meiri árangri með Facebook auglýsingum og gera betri greiningar með Analytics hluta Business Manager.
  • Hvernig við getum búið til betri Facebook og Instagram auglýsingar með myndum og texta sem skila meiri árangri.

  Kennari:

  Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri Datera, sem sérhæfir sig í gagnadrifnum og sjálfvirkum markaðssamskiptum. Fáir hafa jafn mikla reynslu og þekkingu og Tryggvi á markaðssetningu á netinu en hann hefur séð um stafrænar herferðir fyrir mörg stærstu og framsæknustu fyrirtæki Íslands, af öllum stærðum og í nánast öllum atvinnugreinum.

  Fyrir hverja:

  Framkvæmdastjóra, markaðsstjóra, vörumerkjastjóra og aðra stjórnendur og starfsmenn sem koma að stjórnun markaðsmála og vilja efla færni sína og þekkingu við notkun Facebook auglýsingakerfisins.
   
  Þátttakendur verða OFUR-notendur á Business Manager Facebook að loknu námskeiði.

  Af hverju fjarnám:

  • Námskeiðið er rúmlega fimm klukkustunda langt.
  • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er. Ennfremur eins oft og þú vilt yfir 6 mánaða tímabil.
  • Hægt er að senda kennara spurningar á meðan þátttakendur eru skráðir á námskeiðið.
  • Námskeiðsefnið samanstendur af myndböndum með fyrirlestrum ásamt greinum, tenglum og öðru ítarefni.

   

  Skráning

  Dagsetningar í boði, smelltu til að skrá þig:

  Skrá mig, Auglýsingakerfi Facebook í fjarnámi - byrjaðu núna!

   

  Leiðbeinandi

  Tryggvi Freyr Elínarson