Lýsing námskeiðs & skráning

Almannatengsl, samskipti við fjölmiðla og krísustjórnun

Á námskeiðinu lærir þú grunnatriði almannatengsla og hvernig þau nýtast fyrirtækjum í samskiptum við sína markhópa.

Þátttakendur öðlast hagnýta þekkingu á helstu verkfærum almannatengsla, samskiptum við fjölmiðla, ásamt lykilatriðum í krísustjórnun. Fjölmörg dæmi eru tekin til að dýpka skilning á viðfangsefninu.

Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Það er tæplega þriggja klukkustunda langt og samanstendur af sjö fyrirlestrum.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

 • Hvað almannatengsl eru og hvernig hægt er að nýta þau

 • Hvaða atriði við þurfum að hafa í huga í samskiptum við fjölmiðla
 • Hvernig við hámörkum líkur á fjölmiðlaumfjöllun
 • Helstu þætti fjölmiðlasamskipta
 • Hlutverk samfélagsmiðla í almannatengslum

 • Helstu atriði í krísustjórnun
 • Hvernig fyrirtæki og stofnanir geta lágmarkað hugsanlegan skaða af krísum  

Hagnýt atriði:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
 • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
 • Námið er í 7 hlutum og er um 2,5 klst í heildina. 
 • Verð 19.000 kr
 • Tilboð! Kauptu fjögur MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. eða sex námskeið á 99.900 kr.
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
 • Sendu okkur línu ef við getum aðstoðað akademias@akademias.is

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir aðila úr öllum geirum atvinnulífsins sem vill auka þekkingu sína og færni í almannatengslum og samskiptum við fjölmiðla, ásamt getu til að bregðast við krísum.

Kennari:

Grétar Sveinn Theodórsson, almannatengill hjá Innsýn samskiptum. Hann hefur rúmlega tólf ára reynslu sem ráðgjafi í almannatengslum og hefur unnið fyrir fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum, íslensk sem erlend. Grétar kennir einnig almannatengsl við Háskóla Íslands. 

Af hverju fjarnám:

 • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er. 
 • Hægt er að   spjalla við   kennara   á meðan þátttakendur eru skráðir á námskeiðið.
 • Þátttakendur fá   útskriftarskjal   þegar áfanginn er kláraður.

 

 

Leiðbeinandi

Grétar Sveinn Theodórsson

Hoobla - Systir Akademias