Lýsing námskeiðs og skráning

Vinnustofa í samningatækni fyrir stjórnendur

Á vinnustofunni verður farið yfir lykilþætti í árangursríkri samningatækni. Kynntar verða leiðir til að ná fram meiri árangri í samningaviðræðum og hvernig hægt er að stuðla að lausnamiðaðri nálgun við samningsaðila. Áhersla verður lögð á leiðir til að auka við sannfæringarkraft sinn í samningaviðræðum.

Á vinnustofunni verður m.a. fjallað um:

  • Markvissan undirbúning fyrir samningaviðræður.
  • Gagnlegar aðferðir við uppbyggingu á árangursríku samningaferli.
  • Tækni til að mæta ólíkum samningamönnum.
  • Hvernig hægt er að ná árangri í samningaviðræðum.

Markmiðið er að auka við færni stjórnenda í samningaviðræðum svo þeir nái meiri árangri. Byggja upp aukið sjálfstraust til að takast á við krefjandi aðstæður og hvernig hægt er að beita  skapandi hugsun við úrlausn mála. Um er að ræða vinnustofu fyrir takmarkaðan fjölda stjórnenda sem hafa að lágmarki 3-5 ára starfsreynslu.

Hagnýtar upplýsingar

  • Næsta námskeið verður auglýst fljótlega. Skráðu þig á póstlistann okkar og við látum þig vita þegar ný dagsetning hefur verið ákveðin.
  • Hámarksfjöldi: 20 manns.
  • Verð: 89.900 kr.

Leiðbeinandi

Elmar Hallgríms Hallgrímsson er framkvæmdastjóri Samiðnar – sambands iðnfélaga og hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og háskólasamfélaginu. Hann er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur auk þess lokið meistaraprófi í fjármálum fyrirtækja og í viðskiptasiðfræði.

Elmar hefur LLM gráðu í lögfræði frá University of Pennsylvania og hefur lokið námi við Wharton Business School. Þar lærði hann m.a. samningatækni og sáttamiðlun og sinnti sáttamiðlun í dómstólakerfinu í Philadelphiu.

Elmar var um árabil lektor við Háskóla Íslands, og kennir nú samningatækni við Lagadeild HÍ og í MBA námi skólans. Þá er Elmar þjálfari hjá Dale Carnegie. Elmar hefur tvívegis hlotið kennsluverðlaun MBA við Háskóla Íslands.

 

Leiðbeinandi

Elmar Hallgríms Hallgrímsson

Hoobla - Systir Akademias