Lýsing námskeiðs og skráning

Póstlistar með Mailchimp

Hámarkaðu árangur tölvupósta til viðskiptavina.

Póstlistar eru meðal öflugustu markaðstóla fyrirtækja en ekki alltaf nýttir til fulls. Á þessu námskeiði verður farið yfir bestu leiðirnar í vali á kerfum, hönnun á tölvupóstum, sendingum, eftirfylgni og greiningum á árangri.
Póstlistar geta haft áhrif á rekstur og með réttum leiðum er hægt að auka sölu með því að tilkynna nýjar vörur eða þjónustu, styrkja ásýnd með fallegum póstum sem nýta vörumerkið vel og fyrirbyggja óþarfa símtöl inn til fyrirtækisins.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Tölvupóstinn sem miðil
  • Val á tölvupóstkerfum til markaðssetningar
  • Viðtakendur (audience)
  • “Groups”, “tags” og “segments”
  • Söfnun á póstlista
  • Textaskrif
  • Hönnun
  • Sérsniðið efni og GIF
  • Að setja upp “Campaign” í Mailchimp
  • A/B prófun
  • Forskoðun, villuprófun og tímasetningar
  • Sjáfvirkni
  • Betra opnunarhlutfall
  • Hvernig á að setja upp plan fyrir herferð
  • Eftirfylgni og greining
  • Önnur Mailchimp tól

Hagnýt atriði:

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Námskeiðin eru innifalin fyrir alla fyrirtækjaviðskiptavini Nova
  • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
  • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
  • Námið er í 10 hlutum og er um 2,5 klst í heildina. 
  • Verð 19.000 kr
  • Tilboð! Kauptu fjögur MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. eða sex námskeið á 99.900 kr.
  • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
  • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
  • Sendu okkur línu ef við getum aðstoðað akademias@akademias.is

Fyrir hverja?

Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum sem selja vörur eða þjónustu á netinu / stunda vefverslun.

Námskeiðið hentar sérstaklega vel fyrir markaðsstjóra, viðskiptastjóra, vörumerkjastjóra, og aðra stjórnendur og ásamt starfsmönnum sem koma að umsjón markaðsmála og tölvupóstsendinga fyrirtækja.

Leiðbeinandi:

Bjarni Ben, viðskiptastjóri hjá Pipar\TBWA. Hann starfaði hjá Sky í Bretlandi í rúmlega 3 ár við markaðssetningu á stafrænum miðlum með áherslu á tölvupósta en hefur einnig starfað sem þróunarstjóri samfélagsmiðla hjá Pipar\TBWA og fjallað um tækni undanfarin 6 ár í Tæknivarpinu.
 

Leiðbeinandi

Bjarni Ben, viðskiptastjóri hjá Pipar\TBWA

Hoobla - Systir Akademias