Lýsing námskeiðs og skráning

Persónuvernd

Persónuvernd er mikilvægur þáttur sem fyrirtæki þurfa að að huga að í rekstri sínum.

Stjórnendur og starfsmenn þurfa að vera meðvitaðir um það hvernig reglur varðandi persónuvernd hafa áhrif á starfsumhverfi þeirra og hverju þarf að huga sérstaklega að í því sambandi.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á nýju persónuverndarlögjöfinni og þá hvernig hún hefur áhrif á starfsemi fyrirtækja og störf starfsmanna. 

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

 • Helstu meginreglur og hugtök persónuverndarlaga
 • Hvað telst til persónuupplýsinga
 • Vinnsla persónuupplýsinga
 • Vinnsluaðilar og ábyrgðaraðilar
 • Réttindi einstaklinga
 • Tilgangur og verkefni persónuverndarfulltrúa
 • tækni- og skipulagslegar öryggisráðstafanir
 • Verkferlar við framfylgd laganna
 • Mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP)
 • Bein markaðssetning
 • Flutningur persónuupplýsinga utan EES
 • Öryggisbrestur og viðbrögð

Hagnýt atriði:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
 • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
 • Námið er í 5 hlutum og er rúm klukkustund í heildina. 
 • Verð 24.000 kr
 • Tilboð! Kauptu fjögur MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. eða sex námskeið á 99.900 kr.
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
 • Sendu okkur línu ef við getum aðstoðað akademias@akademias.is

Fyrir hverja?

Námskeiðið hentar bæði starfsfólki fyrirtækja og stjórnendum sem koma að ákvarðanatöku í fyrirtækjum. Námskeiðinu er skipt í tvennt, annars vegar fyrir starfsfólk og hins vegar fyrir stjórnendur.

Leiðbeinandi:

Lára Herborg er lögmaður og meðeigandi á LEX lögmannsstofu.

Lára hefur komið að ráðgjöf á sviði persónuverndar um árabil og sinnir að auki verkefnum á sviði hugverka- og tækniréttar. Lára hefur haldið fjölmarga fyrirlestra bæði hér á landi sem og erlendis og skrifað greinar á sviði tækni- og hugverkaréttar. Hún sinnir stundakennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík í tækni – og tölvurétti.

 

Leiðbeinandi

Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og meðeigandi á LEX lögmannsstofu.

Hoobla - Systir Akademias