Lýsing námskeiðs & skráning

Netöryggi 101 

Netið er stærsti skemmtistaður í heimi, en það getur verið hættulegur staður fyrir greiðslukortanúmer, lykilorð, vinnukerfi og persónugreinanleg gögn. Ert þú með þinn eigin rekstur eða lítið fyrirtæki? Taktu þá netöryggið í gegn með nokkrum einföldum ráðum frá Séní hjá Nova og Atli Stefán Yngvasyni 

Hvað er sniðugt við þetta námskeið?

 • Öryggi lykilorða margfaldast með lykilorðakerfi
 • Setur allt starfsfólk í sama bát með sömu rær og í sömu átt
 • Áhættan við að að missa reksturinn í gólfið vegna gíslatöku minnkar
 • Framleiðni starfsfólks og öryggi lykilorð eykst með því að nýta lyklakippu til að geyma teymis-lykilorð miðlægt

Á námskeiðinu er fjallað um: 

 • Af hverju að bæta netöryggi?
 • Endurræstu hugarfar þitt
 • Komdu þér upp lykilorðakerfi
 • Settu upp lyklakippu til að styðja við lykilorðakerfið
 • Kveiktu á tveggja þátta auðkenningu 
 • Fáðu þér sérfræðiaðstoð
 • Auðkenning í gegnum þriðja aðila (SSO)
 • Vertu í skýinu og taktu afrit
 • Uppfærðu uppfærðu uppfærðu uppfærðu

Hagnýtar upplýsingar:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Námskeiðið er innifalið fyrir alla fyrirtækjaviðskiptavini Nova
 • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og þátttakendur kjósa á tímabilinu.
 • Námið er í 6 hlutum og er um 1 klst í heildina
 • Verð 14.000 kr.
 • Tilboð! Kauptu fjögur MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. eða sex námskeið á 99.900 kr.
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið eða sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
 • Sendu okkur línu ef við getum aðstoðað akademias@akademias.is

Fyrir hverja?

Áherslan er á minni og meðalstór fyrirtækja, en námskeiðið virkar fyrir einstaklinga líka!
 

Leiðbeinandi

Atli Stefán Yngvason er ráðsali og rekur ráðgjafafélagið Koala. Atli Stefán er uppalinn í fjarskiptabransanum og veitir fjarskipta- og ferðaþjónustufélögum ráð í markaðsmálum og upplýsingatækni. Atli er líka alhliðanörd, fylgist vel með tækni, stofnaði tæknibloggið Simon.is og er stjórnandi hlaðvarpsins Tæknivarpið. Hann elskar að fikta í tækjum og kerfum, og er alltaf að skoða eitthvað nýtt. 

 

Leiðbeinandi

Atli Stefán Yngvason

Hoobla - Systir Akademias