UM OKKUR
Akademias varð til árið 2019 og var stofnað af þeim Guðmundi Arnari Guðmundssyni og Eyþóri Ívari Jónssyni. Akademias er vettvangur fyrir menntun og þjálfun framtíðarinnar og er leiðandi á Íslandi í rafrænum fræðslulausnum.
Fjöldi fræðslusérfræðinga starfar hjá Akademias sem vinna með einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum til þess að efla þekkingu, hugvit og færni með það að markmiði að skapa verðmæti.
- Yfir 150 vinnustaðir eru með áskrift að Vinnustaðaskóla Akademias
- Yfir 45.000 starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði hafa aðgang að námsefni Akademias
- Yfir 500 nemar útskrifast árlega úr stjórnendaskóla Akademias
Akademias er með kennslustofu á 3 hæð í Borgartúni 23 í Reykjavík, skrifstofur á 2 hæð í Borgartúni 23 og Búdapest Ungverjalandi og myndveri í Brautarholti í Reykjavík.
Starfsemi Akademias er tvíþætt:
- Fyrir einstaklinga: Stjórnendaskóli með 3-10 vikna sveigjanleg nám. Nemar geta lært í einni tæknilega fullkomnustu kennslustofu á Íslandi, í beinni á netinu eða með upptökum eftirá. MBA nám og rafræn námskeið á netinu.
- Fyrir Vinnustaði: AVIA fræðslukerfi, fræðsluráðgjafar að láni, framleiðsla á sértæku námsefni og yfir 220 rafræn námskeið textuð og talsett á ensku og fleiri tungumálum.