Fjöldi styrkja er í boði fyrir vinnustaði og einstaklinga til náms, fræðslu og þjálfunar hjá Akademias.
Sjóðir – Getur þinn vinnustaður fjármagnað fræðslu þína og námskeið hjá Akademias? Fjölmargir starfsmenntastyrkir eru í boði til að skapa öflugri innleiðingu og fjölþætta þekkingu fyrir vinnustaði og menningu.
Áttin – Starfsmenntasjóður hefur það hlutverk að aðstoða fyrirtæki og veita styrki til aukinnar þekkingar og færni fyrir starfsfólk sitt. Sjá nánar hjá:
- Áttin – Iðan – STF – Starfsafl – Sjómennt – Starfsmennt
Ríkismennt - Ríkismennt SGS er þróunar-og símenntunarsjóður starfsmanna ríkisins á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands (SGS). Markmið hans er að starfsmenn verði öflugri í sinni símenntun og eins að stofnanir hafi tækifæri til að þróa sitt starfssvið. Sjá nánar hjá:
- Ríkismennt
Starfsmenntunarsjóður embættismanna – Markmið sjóðsins er að styðja við aukna menntun og starfshæfni sjóðsfélaga. Embættismenn aðrir en prestar og starfsmenn ríkisins utan stéttarfélaga eiga aðild að sjóðnum. Sjá nánar hjá:
- Starfsmenntunarsjóður embættismanna
Starfsmenntasjóður verslunar og skrifstofufólks – Aðildarfélagar VR/LÍV hafa aðgang að sjóðnum. Markmið hans er að auka starfshæfni og þekkingu aðildarfélaga sem er til auka virðis fyrir þá sem og fyrirtækin. Sjá nánar hjá:
- Starfsmenntasjóður verslunar og skrifstofufólks
Starfsafl - Starfsmennt Samtaka Atvinnulífsins, Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis er sérstakur sjóður til eflingar á menntun fyrir alla almenna starfsmenn fyrirtækja. Sjá nánar hjá:
- Starfsafl
Efling – Þrír sjóðir sinna þeim sem vinna á opinberum vinnumarkaði, hjá ríkinu, hjúkrunarheimilum, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ og Seltjarnarnesi. Þeir eru: Flóamennt, starfsmenntasjóður Reykjavíkurborgar og fræðslusjóður Kópavogsbæjar og Seltjarnarness. Sjá nánar hjá:
- Efling
Stéttarfélög í almannaþjónustu – Fjölmörg aðildarfélög BSRB geta sótt í Styrktarsjóð BSRB sem er sjálfstætt rekinn. Sjá nánar hjá:
- Félag flugmálastarfsmanna ríkisins
- Félag íslenskra flugumferðarstjóra
- Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi
- FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu
- Félag starfsmanna stjórnarráðsins
- Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
- Landssamband lögreglumanna
- Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
- Póstmannafélag Íslands
- Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu
- Sjúkraliðafélag Íslands
- SLRB – Samband lífeyrisþega ríkis og bæja
- Starfsmannafélag Garðabæjar
- Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
- Starfsmannafélag Húsavíkur
- Starfsmannafélag Kópavogs
- Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
- Starfsmannafélag Suðurnesja
- Starfsmannafélag Vestmannaeyja
- Tollvarðafélag Íslands
VR – Meðlimir VR geta notið styrkja til aukinnar þekkingar og fræðslu í starfi. Sjá nánar hjá:
- VR
Landsmennt - Þrír sjóðir sinna þeim sem vinna á opinberum vinnumarkaði, hjá ríkinu, hjúkrunarheimilum, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ og Seltjarnarnesi. Þeir eru: Flóamennt, starfsmenntasjóður Reykjavíkurborgar og fræðslusjóður Kópavogsbæjar og Seltjarnarness. Sjá nánar hjá:
- Landsmennt
Sameyki – Aðildarfélagar hafa aðgang að sjóðnum og fengið styrki vegna náms, heilsueflingar og sjúkradagpeninga. Vinnustaðir geta þá sótt um styrki vegna verkefna til aukinnar starfsþróunar. Sjá nánar hjá:
- Sameyki
Verkfræðingafélag Íslands – Tveir starfsmenntunarsjóðir eru reknir hjá VFÍ. Einn fyrir aðildarfélaga sem starfa hjá ríkinu, Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum og annar fyrir starfsfólk sem starfar á almennum markaði. Sjá nánar hjá:
- VFÍ
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga – Styrki vegna náms, námskeiða og þátttöku á ráðstefnum auk tilkostnaðar vegna framangreindrar þekkingar og fræðslu má sækja í starfsmenntunarsjóðinn. Sjá nánar hér:
- FÍH
Skólar og menntastofnanir – Einstaklingar og eða hópar geta sótt styrki til endurmenntunar samkvæmt reglum hvers sjóðs fyrir sig í endurmenntunarsjóð aðildarfélaga KÍ. Sjá nánar hér:
- Kennarasamband Íslands
- Sprotasjóður Rannís
Starfsþróunarsetur háskólamanna – Einstaklingar geta sótt um styrki hjá BHM og fer upphæð styrks eftir því hvaða sjóður á við. Sjá nánar hjá:
- BHM