Lýsing námskeiðs og skráning

Viðurkenndir stjórnarmenn

- Einnig í fjarnámi.

Námið er hannað fyrir reynslumikla stjórnarmenn og þá sem eru að stíga fyrstu sporin í stjórnum íslenskra fyrirtækja eða félaga. Á annað hundrað stjórnarmanna hafa tekið námslínuna. Síðast var uppselt! 

Nemendur áfangans jan-apríl 2020 svöruðu könnun og niðurstaðan var að allir hefðu lært mikið af náminu og 80% þeirra mjög mikið. Allir sögðu að námið hefði staðist væntingar og 60% þeirra að námið hefði verið vel umfram væntingar. Allir sögðust mæla með náminu fyrir aðra.

Aðferðafræði námsins byggir á hópverkefnum, samtölum sérfræðinga og fyrirlestrum fólks úr akademíunni og atvinnulífinu. Tveir til þrír leiðbeinendur eru í hverjum áfanga, bæði úr akademíu og atvinnulífinu. Námið verður einnig hægt að taka í fjarnámi á netinu.

ÁFANGAR:

Hlutverk stjórna

Ábyrgð stjórnar og stjórnarmanna

Samstarf stjórnar og val á stjórnarmönnum

Stjórnarformaðurinn og skipulag stjórnar

Stefnumarkandi stjórnarhættir

Nýsköpun, tækni og framþróun

Áhættustjórnun og fjármál fyrirtækja

Endurskoðun og innra eftirlit

Sjálfbærni og samvinna hagaðila

Ákvarðanataka og ákvörðunarferli

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

  • Námskeið hefst 3.október 2024: Kennt vikulega á fimmtudögum kl. 13:00 - 16:00 og föstudögum frá 9:00 - 12:00, í 10 vikur.
  • Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 
  • Námið er 10x6 klukkustundir, og verklegt og skriflegt próf eða 70 - 80 stundir samtals.
  • Námsgjöld: 389.000 kr. 
  • Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

LEIÐBEINENDUR:

Allar nánari upplýsingar og skráning: Eyþór Ívar Jónsson, eythor@akademias.is

Smelltu hér ef þú vilt bóka stuttan fund  við Dr. Eyþór Ívar Jónsson sem hefur umsjón með  Akademias Executive MBA náminu.

Akademias Executive MBA

Þetta nám er hluti af executive MBA námi Akademias.

Þetta nám er hluti af Akademias Executive MBA. Executive MBA námið er hannað fyrir metnaðarfullt fólk sem vill mennta sig fyrir tækifæri framtíðarinnar. Með því að raða saman nokkrum námum er hægt að tryggja sér Akademias Executive MBA gráðu, sjá nánar hér.

Smelltu hér ef þú vilt bóka stuttan fund við Dr. Eyþór Ívar Jónsson sem hefur umsjón með Akademias Executive MBA náminu.

Umsagnir

„Formið og efnistökin á námskeiðinu með blöndu af fræðilegri og praktískri nálgun á stjórnarstörf með gestafyrirlesurum úr atvinnulífinu ásamt einstaklings og hópaverkefnum hélt mér bæði mjög virkum og áhugasömum alla 10 áfanganna. Þrátt fyrir að hafa starfað með stjórnum sem framkvæmdastjóri í um 13 ár þá lærði ég margt nýtt og gat oft speglað margt úr námskeiðinu við fyrri störf sem ég er viss um að ég geti nýtt mér til í framtíðar stjórnunar – og/eða stjórnarstörfum. Ég gef því námskeiðinu Viðurkenndir stjórnarmenn mín bestu meðmæli fyrir þá sem eru í stjórnum eða hafa hug á að gefa kost á sér í stjórnir fyrirtækja og ekki síður þá sem eru stjórnendur í fyrirtækjum og eru að vinna með stjórnum eða koma að skipulagi stjórnarstarfa í sínum störfum.“
Hlynur Atli Sigurðsson, framkvæmdastjóri

,,Námskeiðið var þétt pakkað af upplýsingum allan tímann. Eyþór miðlaði yfirburðar-þekkingu á stjórnarháttum á hnitmiðaðan hátt, gestafyrirlesarar voru hver öðrum skemmtilegri og miðluðu mikilvægri innsýn inn í stjórnarstörfin og hópverkefnin voru gríðarlega mikilvæg til að spegla fyrirlestrana í ólíkri reynslu þátttakenda. Fullkomin blanda af fræðum og praktík. Lærði ótrúlega mikið og fékk algerlega ný sjónarhorn á stjórnarstörfin. Sá ekki eftir mínútu sem ég lagði í þetta námskið. Eitt allra besta nám sem ég hef tekið, langt framúr væntingum mínum. Punktur."
Geir Sigurður Jónsson

,,Námskeiðið skilar vel til manns þekkingu á því hvernig kröfur til stjórna hafa þróast á Íslandi, hvaða ábyrgð stjórnarmenn axla og hvaða stjórntæki er verið að nota. Námsefnið er þykkur pakki til að velja úr það sem maður vill. Þú kemur út með góða yfirsýn í farteskinu og lærdómsríka rökræðu við reynslubolta úr öllum geirum atvinnulfsins.“
Kristrún Heimisdóttir, stjórnarmaður hjá Brim hf.

„Viðurkenndir stjórnarmenn er einstaklega metnaðarfullt, vel hannað og áhugavert námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á að sitja í stjórnum, sama hvort það er stórfyrirtæki eða húsfélag. Þungaviktarfólk úr viðskiptum og pólítík hrært snyrtilega saman með fræðunum svo úr verður girnileg blanda sem Eyþór Ívar framsetur með þekkingu og húmor. Hér er allt upp á 10,5. Allt sem þú þarft að vita um stjórnarhlutverkið á fjörugan og fræðandi máta.“
Jóhann G. Jóhannsson, MBA, framkvæmdastjóri og leikari

,,Námskeiðið var mjög gagnlegt fyrir mig sem stjórnarmann. Eins var ómetanlegt að fá alla þessa gesti með sínar reynslusögur en úrvalið var heldur betur af vandaðri gerðinni. Eftir á að hyggja sé ég eftir því að hafa ekki farið á námskeiðið fyrr."
Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarformaður Sjúktratrygginga Íslands

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Umsagnir

,,Námskeiðið var þétt pakkað af upplýsingum allan tímann. Eyþór miðlaði yfirburðar-þekkingu á stjórnarháttum á hnitmiðaðan hátt, gestafyrirlesarar voru hver öðrum skemmtilegri og miðluðu mikilvægri innsýn inn í stjórnarstörfin og hópverkefnin voru gríðarlega mikilvæg til að spegla fyrirlestrana í ólíkri reynslu þátttakenda. Fullkomin blanda af fræðum og praktík. Lærði ótrúlega mikið og fékk algerlega ný sjónarhorn á stjórnarstörfin. Sá ekki eftir mínútu sem ég lagði í þetta námskið. Eitt allra besta nám sem ég hef tekið, langt framúr væntingum mínum. Punktur."
Geir Sigurður Jónsson

„Formið og efnistökin á námskeiðinu með blöndu af fræðilegri og praktískri nálgun á stjórnarstörf með gestafyrirlesurum úr atvinnulífinu ásamt einstaklings og hópaverkefnum hélt mér bæði mjög virkum og áhugasömum alla 10 áfanganna. Þrátt fyrir að hafa starfað með stjórnum sem framkvæmdastjóri í um 13 ár þá lærði ég margt nýtt og gat oft speglað margt úr námskeiðinu við fyrri störf sem ég er viss um að ég geti nýtt mér til í framtíðar stjórnunar – og/eða stjórnarstörfum. Ég gef því námskeiðinu Viðurkenndir stjórnarmenn mín bestu meðmæli fyrir þá sem eru í stjórnum eða hafa hug á að gefa kost á sér í stjórnir fyrirtækja og ekki síður þá sem eru stjórnendur í fyrirtækjum og eru að vinna með stjórnum eða koma að skipulagi stjórnarstarfa í sínum störfum.“
Hlynur Atli Sigurðsson, framkvæmdastjóri

„Viðurkenndir stjórnarmenn er einstaklega metnaðarfullt, vel hannað og áhugavert námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á að sitja í stjórnum, sama hvort það er stórfyrirtæki eða húsfélag. Þungaviktarfólk úr viðskiptum og pólítík hrært snyrtilega saman með fræðunum svo úr verður girnileg blanda sem Eyþór Ívar framsetur með þekkingu og húmor. Hér er allt upp á 10,5. Allt sem þú þarft að vita um stjórnarhlutverkið á fjörugan og fræðandi máta.“
Jóhann G. Jóhannsson, MBA, framkvæmdastjóri og leikari

,,Námskeiðið var mjög gagnlegt fyrir mig sem stjórnarmann. Eins var ómetanlegt að fá alla þessa gesti með sínar reynslusögur en úrvalið var heldur betur af vandaðri gerðinni. Eftir á að hyggja sé ég eftir því að hafa ekki farið á námskeiðið fyrr."
Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarformaður Sjúktratrygginga Íslands

,,Námskeiðið skilar vel til manns þekkingu á því hvernig kröfur til stjórna hafa þróast á Íslandi, hvaða ábyrgð stjórnarmenn axla og hvaða stjórntæki er verið að nota. Námsefnið er þykkur pakki til að velja úr það sem maður vill. Þú kemur út með góða yfirsýn í farteskinu og lærdómsríka rökræðu við reynslubolta úr öllum geirum atvinnulfsins.“
Kristrún Heimisdóttir, stjórnarmaður hjá Brim hf.

Akademias Executive MBA

Þetta nám er hluti af executive MBA námi Akademias.

Þetta nám er hluti af Akademias Executive MBA. Executive MBA námið er hannað fyrir metnaðarfullt fólk sem vill mennta sig fyrir tækifæri framtíðarinnar. Með því að raða saman nokkrum námum er hægt að tryggja sér Akademias Executive MBA gráðu, sjá nánar hér.

Smelltu hér ef þú vilt bóka stuttan fund við Dr. Eyþór Ívar Jónsson sem hefur umsjón með Akademias Executive MBA náminu.