Lýsing námskeiðs og skráning

Viðurkenndir stjórnarmenn

Snemmskráningarverð til 5. janúar 2026 er 389.000kr, verð eftir 5.janúar verður 469.000kr.

Námið er hannað fyrir reynslumikla stjórnarmenn og þá sem eru að stíga fyrstu sporin í stjórnum íslenskra fyrirtækja eða félaga. Á fimmta hundrað stjórnarmanna hafa tekið námslínuna. Síðast var uppselt! 

Allar ánægjukannanir hafa sýnt að námskeiðið fer jafnan fram úr væntingum og að fólk lærir mjög mikið, hvort sem það hafi mikla reynslu eða ekki. Margir MBA nemendur hafa tekið námið sem viðbót við sitt nám og forstjórar og sveitastjórar hafa séð tækifæri á að nýta námskeiðið til þess að skilja stjórnarhætti í stærra samhengi. 

Aðferðafræði námsins byggir á hópverkefnum, samtölum sérfræðinga og fyrirlestrum fólks úr akademíunni og atvinnulífinu. Tveir til þrír leiðbeinendur eru í hverjum áfanga, bæði úr akademíu og atvinnulífinu. Námið verður einnig hægt að taka í fjarnámi á netinu.

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, hefur verið leiðandi í umræðu um góða stjórnarhætti í á annan áratug, bæði hér á landi og erlendis. Hann hefur stýrt fjölda ráðstefna, gefið út tímarit og stýrt rannsóknahópum um góða stjórnarhætti og er frumkvöðullinn á bak við Fyrirmyndafyrirtæki í góðum stjórnarháttum sem leggur áherslu á endurmat á stjórnarháttum hjá skráðum fyrirtækjum. Eyþór er VP og í framkvæmdastjórn fyrir European Academy of Management, sem er samstarf 40 háskóla í Evrópu. 

ÁFANGAR:

Hlutverk stjórna

Ábyrgð stjórnar og stjórnarmanna

Samstarf stjórnar og val á stjórnarmönnum

Stjórnarformaðurinn og skipulag stjórnar

Stefnumarkandi stjórnarhættir

Nýsköpun, tækni og framþróun

Áhættustjórnun og fjármál fyrirtækja

Endurskoðun og innra eftirlit

Sjálfbærni og samvinna hagaðila

Ákvarðanataka og ákvörðunarferli

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

  • Námskeið hefst 22. janúar 2026: Kennt vikulega á fimmtudögum kl. 13:00 - 16:00 og föstudögum frá 9:00 - 12:00, í 10 vikur.
  • Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 
  • Námið er 10x6 klukkustundir, og verklegt og skriflegt próf eða 70 - 80 stundir samtals.
  • Snemmskráningarverð: 389.000 kr. 
  • Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

LEIÐBEINENDUR:

Allar nánari upplýsingar og skráning: Eyþór Ívar Jónsson, eythor@akademias.is

Smelltu hér ef þú vilt bóka stuttan fund og fræðast frekar um námskeiðið.

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Reiknivél Styrkja

Reiknaðu þitt verð á námskeiðinu að frádregnum mögulegum styrkjum þíns stéttarfélags

kr.

*Veldu félag til að sjá niðurgreiðslu og endanlegt verð.