Næsta námskeið 2. september
Viðurkenndir stjórnarmenn
- Einnig í fjarnámi.
Námið er hannað fyrir reynslumikla stjórnarmenn og þá sem eru að stíga fyrstu sporin í stjórnum íslenskra fyrirtækja eða félaga. Á annað hundrað stjórnarmanna hafa tekið námslínuna. Síðast var uppselt!
Nemendur áfangans jan-apríl 2020 svöruðu könnun og niðurstaðan var að allir hefðu lært mikið af náminu og 80% þeirra mjög mikið. Allir sögðu að námið hefði staðist væntingar og 60% þeirra að námið hefði verið vel umfram væntingar. Allir sögðust mæla með náminu fyrir aðra.
Aðferðafræði námsins byggir á hópverkefnum, samtölum sérfræðinga og fyrirlestrum fólks úr akademíunni og atvinnulífinu. Tveir til þrír leiðbeinendur eru í hverjum áfanga, bæði úr akademíu og atvinnulífinu. Námið verður einnig hægt að taka í fjarnámi á netinu.
ÁFANGAR:
Hlutverk stjórna
Ábyrgð stjórnar og stjórnarmanna
Samstarf stjórnar og val á stjórnarmönnum
Stjórnarformaðurinn og skipulag stjórnar
Stefnumarkandi stjórnarhættir
Nýsköpun, tækni og framþróun
Áhættustjórnun og fjármál fyrirtækja
Endurskoðun og innra eftirlit
Sjálfbærni og samvinna hagaðila
Ákvarðanataka og ákvörðunarferli
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Námskeið hefst 2. september 2021: Kennt vikulega á fimmtudögum kl. 13:00 - 16:00 og föstudögum frá 9:00 - 12:00, í 5 vikur.
- Námið er í boði sem staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.
- Námið er 10x6 klukkustundir, og verklegt og skriflegt próf eða 70 - 80 stundir samtals.
- Námsgjöld: 350.000 kr.
- Síðast var uppselt
LEIÐBEINENDUR SEM VORU MEÐ SÍÐAST
- Yfirleiðbeinandi: Dr. Eyþór Ívar Jónsson, stjórnarformaður Akademias.
- Hans van Ees, prófessor í stjórnarháttum við University of Groningen í Hollandi
- Jakob Stengel, framkvæmdastjóri Board Practice
- Benedikt Jóhannesson, f.v. Fjármálaráðherra Íslands
- Ásthildur Otharsdóttir, Stjórnarformaður Marel hf.
- Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland
- Þorkell Sigurlaugsson, f.v. stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands
- Hulda Ragnheiður Arnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands og stjórnarformaður Félags kvenna í atvinnurekstri
- Tryggvi Pálsson, f.v. stjórnarformaður Landsbankans
- Jón H. Sigurðsson, endurskoðandi og eigandi hjá PWC
- Friðrik Friðriksson, fjármálastjóri NSA og stjórnarmaður hjá Mentis Cura, MedEye, Sólfar o.fl. sprotafyrirtækjum
- Auður Ýr Helgadóttir, Partner hjá LOCAL lögmenn
- Einar Guðbjartsson, dósent í endurskoðun við Háskóla Íslands
- Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs hjá Reykjavíkurborg
- Jón Gunnar Borgþórsson, umsjónarmaður Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum fyrir Stjórnvísi
- Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Borgarplasts
Allar nánari upplýsingar og skráning: Eyþór Ívar Jónsson, eythor@akademias.is
Leiðbeinandi
Dr. Eyþór Ívar Jónsson