Lýsing námskeiðs og skráning

Viðurkennd vefumsjón

Við búum í heimi þar sem vefsíða er oft fyrsta snerting fyrirtækis eða stofnana við viðskiptavini. Því er mikilvægt að þeir sem stjórna og þróa vefsíður hafi þá þekkingu og færni sem þarf til að mæta kröfum nútímans. Námskeiðinu „Viðurkennd vefumsjón“ er ætlað að veita djúpan skilning og ítarlega þjálfun í öllum þáttum vefstjórnunar hvað varðar tækni og aðferðarfræði.

Að námskeiði loknu eiga nemendur að hafa öðlast yfirgripsmikla þekkingu á flestum þeim þáttum sem snúa að vefmálum. Nemendur verða jafnframt upplýstari kaupandi að þjónustu fyrir vefi fyrir hönd fyrirtækis og stofnana.

Á námskeiðinu koma saman reyndir gestakennarar sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Þeir munu deila reynslu sinni og þekkingu í gegnum fjölbreytta kennsluhætti, þar sem kennt er með fyrirlestrum, æfingum og umræðum. Þessi aðferðafræði gerir þátttakendum kleift að nálgast efnið á gagnrýninn og skapandi hátt, sem eykur skilning og hagnýta þekkingu við raunverulegar aðstæður.

Námskeiðið hentar bæði þeim sem starfa sem vefstjórar, sinna vefumsjón sem hluta af sínu starfi eða sem hafa hug á að starfa við vefi.

Meðal viðfangsefna í námskeiðinu:

 • Starf vefstjórans
 • Tækni á vefnum
 • Undirbúningur vefverkefna
 • Vefhönnun og vefkerfi
 • Efni og aðgengi
 • Notendaprófanir
 • Vefheilsa
 • Markaðssetning og leitarvélabestun
 • Vefverslanir og innri vefir
 • Þjónustuauki á vef
 • Öryggismál og persónuvernd

Umsjón með námskeiðinu hefur Hildur Óskarsdóttir

Hildur starfar sem stafrænn vörustjóri (Digital Product manager) hjá Icelandair. Hún starfaði áður sem vefstjóri Flugfélags Íslands frá árinu 2012. Hildur hefur starfað i vefiðnaðinum frá árinu 2001 þegar hún varð vefstjóri Pennans. Hún hefur setið í stjórn faghóps um vefstjórnun hjá Ský og verið í stjórn Vertonet, samtaka kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Hildur hefur umsjón með hlaðvarpinu Konur í tækni fyrir hönd félagsins.

Hildur er með B.A. próf í bókmenntafræði, M.Sc. í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og M.Ed. i upplýsingatækni og miðlun frá Háskóla Íslands.

Auk Hildar verða fjölmargir gestafyrirlesarar sem deila þekkingu sinni og reynslu með nemendum.

Hagnýtar upplýsingar:

 • Námskeiðið hefst 13. janúar 2025.
 • Kennt verður mánudaga 13:00 - 16:00 og þriðjudaga 9:00 - 12:00 í 10 vikur.
 • Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 
 • Námið er um 60 klst., þ.e. 10 áfangar, 6 klst. hver áfangi + heimapróf.  
 • Námsmat: Verkefni og hópverkefni unnin í tíma og einstaklingslokaverkefni.
 • Verð: 389.000 kr.  
 • Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki (sjá t.d. www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum asdis@akademias.is

Allar nánari upplýsingar um námið gefur Þórarinn Hjálmarsson, thorarinn@akademias.is.

 

Leiðbeinandi

Hildur Óskarsdóttir