Lýsing námskeiðs & skráning

TeymisSprettur 

Fyrirtæki, stofnanir og félög eru í auknum mæli rekin með því að nýta þverfagleg teymi til þess að sinna ákveðnum verkefnum og markmiðum. Það er mikilvægt að skilja hvernig á að þróa árangursrík teymi. Vel skipulögð teymi eru miklu líklegri til þess að ná árangri en teymi sem eru hvorki með tilgang eða aðferðafræði. Öll teymi verða að hafa fólk sem skilur hvernig á að vinna sem teymi til þess að ná árangri. 

Helstu áherslur:
Námskeiðið fjallar um árangursrík teymi, hvernig á að setja saman teymi, stjórna og þróa og skipuleggja til árangurs. Skoðaðar verða nokkrar leiðir til þess að setja saman teymi og tryggja það að allir í teyminu séu virkir þátttakendur og hafi hlutverk. Jafnframt verður skoðað hvernir teymi þurfa að vinna með mismunandi hætti miðað við mismunandi tilgang og markmið. 

TeymisSprettur er fyrir alla þá sem þurfa að vinna í teymum eða skipuleggja starf teyma. Það er varla það fyrirtæki, stofnun eða félag til í dag sem byggir ekki að einhverju leyti á teymisvinnu. Það er mikilvægt að hafa einhvern í teyminu sem hefur skilning á því hvernig er best að skipuleggja og þróa teymið og vinnu teymisins.  

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða og einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna. Eyþór hefur stýrt bæði stórum og litlum teymum, bæði á Íslandi og erlendis. Hann kennir jafnframt námskeiðið miniMBA - Teymið og tilfinningagreind. 

Hagnýt atriði:

  • Sumarsprettir eru tveggja daga námskeið sem eru 6 klst í heildina
  • Námskeiðið er kennt 24. og 26. ágúst 2022 klukkan 09:00-12:00
  • Verð 95.000 kr. Tilboð í dag 30% afsláttur með kóðanum Sumar30
  • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, ef keypt eru fleiri sæti. Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
  • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
  • Sendu okkur línu ef við getum aðstoðað akademias@akademias.is

Viltu upplýsingar um hvernig þetta nám getur styrkt þig í starfi?

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Hoobla - Systir Akademias