Lýsing námskeiðs og skráning

miniMBA – Stjórnun og rekstur fyrirmyndarfyrirtækja

Stjórnun og rekstur fyrirtækja hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Ný tækni og aðferðafræði kallar á ný vinnubrögð stjórnenda. Námskeiðið leggur áherslu á almenna stjórnun og rekstrarhagfræði fyrir fyrirmyndarfyrirtæki eða fyrirtæki sem vilja komast í fremstu röð. Áhersla er á að hjálpa stjórnendum að búa til rekstrarramma og umgjörð sem bæði tekur mið af skilvirkni og hagkvæmni og sóknartækifærum og nýsköpun. Námskeiðið er fyrir alla stjórnendum, nýja og  gamla, sem vilja uppfæra sig og endursskilgreina rekstur fyrirtækja með aukinn árangur að leiðarljósi.

Umsjónarmaður er Dr. Eyþór Ívar Jónsson, einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna sem hefur verið leiðandi í MBA náminu í Copenhagen Business School í fimmtán ár og kennt MBA við fjölda háskóla ásamt því sem hann er Vice President fyrir European Academy of Management sem er samstarfsvettvangur 50 háskóla. Eyþór hefur jafnframt stýrt námslínunni Viðurkenndir stjórnarmenn, sem er leiðandi nám í stjórnarháttum á Íslandi, í um áratug.

Leiðbeinendur námsins eru um tíu talsins sem eru sérfræðingar í stjórnun og rekstrarhagfræði og hafa allir stýrt stórum og litlum fyrirtækjum til árangur. Í hverjum áfanga munu leiðbeinendur segja frá eigin reynslu og raundæmum.

miniMBA – Stjórnun og rekstur fyrirmyndarfyrirtækja snýst um að skapa þekkingu, færni og leikni sem tengist almennum rekstri félaga og stofnana. Á námskeiðinu lærir fólk að skipuleggja fyrirtækið og störf, gera áætlanir og setja markmið, skapa starfsumgjörð og menningu og taka markvirkar ákvarðanir.

Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga.

Áfangar:

  1. Markvirk stjórnun
    Hlutverk og ábyrgð stjórnandans
    Stefnumótun og framkvæmd
    Val á fólki og samstarfsaðilum
    Sjálfsþekking og jafnvægi
  2. Skilvirkur rekstur
    Skipulag rekstrar
    Ferlar og kerfi
    Markmið og mælikvarðar
    Fjármála- og félagslæsi
  3. Framleiðsla og þjónusta
    Framleiðsluferli og hagkvæmni
    Virðiskeðjur
    Þjónustuáherslur
    Lærdómur og eftirfylgni  
  4. Starfsfólk, samskipti og menning
    Laun, hvatning og framganga
    Samskipti og samvinna
    Skipulag starfa
    Viðeigandi menning
  5. Þróun, nýsköpun og verðmætasköpun
    Tækifæri til árangurs
    Viðskiptaþróun
    Nýsköpun í ólíkum víddum
    Verðmætasköpun fyrir viðskiptavininn

 

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námskeiðið hefst 4. september og er kennt á miðvikudögum 13:00 – 16:00 og fimmtudögum 9:00 – 12:00 fram til 3.október 2024.

Námskeiðið er kennt í staðkennslu í Borgartúni 23 og/eða í  fjarkennslu, í beinni á netinu og einnig hægt að horfa á alla fyrirlestra eftir á. Námskeiðið er 30 klst., þ.e. 5 áfangar, 6 klst. hver áfangi. Einnig er gera nemendur einstaklingsverkefni fyrir utan kennslutíma.

Námsmat: Einstaklingsverkefni og hópverkefni.

Verð: 319.000 –

Leiðbeinendur á fyrri námskeiðum voru:

Ágúst Einarsson - Prófessor Emeritus
Árni Oddur Þórðarson - Forstjóri Marel 

Guðbrandur Sigurðsson - Framkvæmdastjóri Brynju
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir - Framkvæmdastjóri CreditInfo
Jón Björnsson - Forstjóri Origo
Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir - Framkvæmdastjóri Einingaverksmiðjunnar
Birgir Jónsson - Forstjóri Play
Orri Hauksson - Forstjóri Símans
Eyþór Ívar Jónsson - Forseti Akademias
o.fl.

Listinn verður uppfærður


Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.


Akademias Executive MBA

Þetta nám er hluti af executive MBA námi Akademias.

Þetta nám er hluti af Akademias Executive MBA. Executive MBA námið er hannað fyrir metnaðarfullt fólk sem vill mennta sig fyrir tækifæri framtíðarinnar. Með því að raða saman nokkrum námum er hægt að tryggja sér Akademias Executive MBA gráðu, sjá nánar hér.

Smelltu hér ef þú vilt bóka stuttan fund við Dr. Eyþór Ívar Jónsson sem hefur umsjón með Akademias Executive MBA náminu.

 

Leiðbeinendur

Guðbrandur Sigurðsson

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Akademias Executive MBA

Þetta nám er hluti af executive MBA námi Akademias.

Þetta nám er hluti af Akademias Executive MBA. Executive MBA námið er hannað fyrir metnaðarfullt fólk sem vill mennta sig fyrir tækifæri framtíðarinnar. Með því að raða saman nokkrum námum er hægt að tryggja sér Akademias Executive MBA gráðu, sjá nánar hér.

Smelltu hér ef þú vilt bóka stuttan fund við Dr. Eyþór Ívar Jónsson sem hefur umsjón með Akademias Executive MBA náminu.

Hoobla - Systir Akademias