Lýsing námskeiðs & skráning

STJÓRNUN MARKAÐSSTARFS

Námskeið sem fer á hagnýtan hátt yfir helstu starfssviðs markaðsstjórans með áherslu á markaðssetningu á netinu. Farið er yfir allt frá greiningu til aðgerða og námskeiðið skilur þátttakendur eftir með verkfæri og þekkingu sem nýtist þeim strax í starfi. Fjölmargar íslenskar dæmisögur eru teknar fyrir til að auka skilning á viðfangsefnum og nýjustu rannsóknir í markaðsfræðunum.

Námskeiðið hentar öllum sem koma að markaðsmálum lítilla jafnt sem stórra fyrirtækja. Starfsmenn frá nánast öllum stærstu fyrirtækjum Íslands hafa sent starfsmenn á námskeiðið. 

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

 • Hvernig við hámörkum árangur markaðsstarfsins og tryggjum að við nýtum markaðsféð sem best.
 • Hvernig neytendur taka ákvarðanir sem er grunnurinn að því að geta breytt hegðun.  (M.a. atferlisfræði og hnippingar).
 • Hvernig við greinum markaðinn og finnum innsæið sem við notum við stefnumótun markaðsstarfsins. (t.d. The jobs theory). Ennfremur farið yfir hvernig fyrirtæki geta aðlagað boðið sitt og fundið nýja tekjustrauma á erfiðum tímum.
 • Hvernig við byggjum upp sterk vörumerki og einstaka upplifun.
 • Mótun markaðsstefnu, markaðsáætlunar og mikilvægi markaðstrekta.
 • Birtingaáætlanir, hvar eigum við að auglýsa, hversu oft og fyrir hvað mikið? Hvernig tryggjum við jafnvægi á milli langtíma og skammtíma markaðsaðgerða (t.d. rannsóknir Les Binet of Peter Field).
 • Markaðssetning á netinu og yfirferð yfir hvernig umdeildar herferðir (t.d. Trump og Brexit) notuðu gögn og auglýsingakerfi.
 • Yfirferð yfir tækifærin og þá tækni sem fyrirtæki geta notað við markaðssamskipti, áhersla á auglýsingakerfi Google og Facebook ásamt yfirferð yfir gagnadrifin markaðssamskipti og öll þau mismunandi kerfi sem bestu markaðsdeildir á Íslandi eru byrjaðar að nota.
 • Hvernig við getum gert árangursríkari auglýsingar.

Hagnýt atriði:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
 • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
 • Námið er í 14 hlutum og er um 5,5 klst í heildina. 
 • Verð 19.000 kr
 • Tilboð! Kauptu fjögur MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. eða sex námskeið á 99.900 kr.
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
 • Sendu okkur línu ef við getum aðstoðað akademias@akademias.is

Fyrir hverja: 

Framkvæmdastjóra, markaðsstjóra, vörumerkjastjóra og aðra stjórnendur og starfsmenn sem koma að markaðsmálum í litlum jafnt sem stórum fyrirtækjum. 

Kennari: 

Guðmundur Arnar Guðmundsson er framkvæmdastjóri og eigandi Akademias, ráðgjafi og stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air, markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og sem vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi. (Nánari upplýsingar um kennara hér)

Viltu upplýsingar um hvernig þetta nám getur styrkt þig í starfi?

 
Hoobla - Systir Akademias