Lýsing námskeiðs & skráning

STJÓRNUN MARKAÐSSTARFS

Námskeið sem fer á hagnýtan hátt yfir öll helstu starfssviðs markaðsstjórans, allt frá greiningu til aðgerða, og skilur þátttakendur eftir með verkfæri og þekkingu sem nýtist þeim strax í starfi. Fjölmargar íslenskar dæmisögur eru teknar fyrir til að auka skilning á viðfangsefnum og nýjustu rannsóknir í markaðsfræðunum.

Námskeiðið hentar öllum sem koma að markaðsmálum lítilla jafnt sem stórra fyrirtækja. Starfsmenn frá nánast öllum stærstu fyrirtækjum Íslands hafa sent starfsmenn á námskeiðið. Sjá dæmi um þátttakendur hér.

Næstu námskeið:

 • Fjarnám alltaf opið, byrjaðu að læra í gegnum netið núna! Verð 34.900 kr. 
 • Mörg stéttarfélög veita styrk frá Starfsmenntunarsjóði fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi, fyrirtæki geta einnig sótt styrk (óháð starfsmanni) fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi, sjá www.attin.is.
 • Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir einkafyrirlestra og/eða ráðgjöf.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

 • Hvernig við hámörkum árangur markaðsstarfsins og tryggjum að við nýtum markaðsféð sem best.
 • Hvernig neytendur taka ákvarðanir sem er grunnurinn að því að geta breytt hegðun.  (M.a. behavioral economics og cognitive biases).
 • Hvernig við greinum markaðinn og finnum innsæið sem við notum við stefnumótun markaðsstarfsins. (t.d. The jobs to be done, Clay Christensen). Ennfremur farið yfir hvernig fyrirtæki geta aðlagað boðið sitt og fundið nýja tekjustrauma á erfiðum tímum.
 • Hvernig við byggjum upp sterk vörumerki og einstaka upplifun.
 • Mótun markaðsstefnu, markaðsáætlunar og mikilvægi markaðstrekta.
 • Birtingaáætlanir, hvar eigum við að auglýsa, hversu oft og fyrir hvað mikið? Hvernig tryggjum við jafnvægi á milli langtíma og skammtíma markaðsaðgerða (t.d. rannsóknir Les Binet of Peter Field).
 • Markaðssetning á netinu og yfirferð yfir hvernig umdeildar herferðir (t.d. Trump og Brexit) notuðu gögn og auglýsingakerfi.
 • Yfirferð yfir tækifærin og þá tækni sem fyrirtæki geta notað við markaðssamskipti, áhersla á auglýsingakerfi Google og Facebook ásamt yfirferð yfir gagnadrifin markaðssamskipti og öll þau mismunandi kerfi sem bestu markaðsdeildir á Íslandi eru byrjaðar að nota.
 • Hvernig við getum gert árangursríkari auglýsingar.

Fyrir hverja: 

Framkvæmdastjóra, markaðsstjóra, vörumerkjastjóra og aðra stjórnendur og starfsmenn sem koma að stjórnun markaðsmála í litlum jafnt sem stórum fyrirtækjum. 

Kennari: 

Guðmundur Arnar Guðmundsson er framkvæmdastjóri og eigandi Akademias, ráðgjafi og stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air, markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og sem vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi. (Nánari upplýsingar um kennara hér) 

Um fjarnám:

 • Rúmlega 6 klukkustundir af fyrirlestrum, ásamt ítarefni.
 • Hægt er að horfa og læra hvar og hvenær sem er, ennfremur jafn oft og þátttakendur kjósa í 6 mánuði.
 • Áfanginn er uppfærður reglulega með nýrri þekkingu og fróðleik sem er að hafa áhrif á störf markaðsfólks. 
 • Þátttakendur fá útskriftarskjal þegar áfanginn er kláraður sem hægt er að sýna í launaviðtali eða þegar sótt er um nýtt starf.

 

Skráning

Dagsetningar í boði, smelltu til að skrá þig:

Skrá mig, Stjórnun markaðsstarfs í fjarnámi