Lýsing námskeiðs og skráning

Stjórnun Facebook Fyrirtækjasíðu: Grunnskrefin

Viltu læra grunnatriðin í því að nýta Facebook á árangursríkan hátt fyrir fyrirtækið þitt, félagasamtök eða verkefnið þitt? Þá er þetta námskeið fyrir þig! Facebook er eitt öflugasta verkfæri samtímans til að ná til stórs markhóps, byggja upp fylgjendahóp, og auka sýnileika. Í þessu námskeiði lærir þú grunnatriði í því hvernig samfélagsmiðlar virka, og hvernig þú getur nýtt þá til að bæta árangur í markaðsstarfi.

Námskeiðið leggur áherslu á að kenna þér hvernig á að setja upp og stjórna Facebook-síðu á áhrifaríkan hátt. Þú munt læra að stilla síðuna þannig að hún laði að fleiri fylgjendur, sem og hvernig hægt er að bæta við stjórnendum og aðlaga hlutverk þeirra. Einnig verður farið yfir muninn á því að nota „boost“ til að auka útbreiðslu færslna og að setja upp markvissar auglýsingar í Ad Manager. Auk þess verður kennt hvernig á að samþætta Facebook og Instagram svo samskiptamiðlarnir vinni saman til að hámarka árangur.

Námskeiðið mun einnig skoða hvernig hægt er að vinna með mismunandi efni fyrir ólíka markhópa og hvernig þú getur aðlagað skilaboðin þannig að þau nái til þeirra sem skipta máli fyrir þig og þitt fyrirtæki. Með því að nýta þessa þekkingu geturðu aukið fylgið á samfélagsmiðlunum, náð til fleiri einstaklinga, og eflt stöðu þína á markaðnum.

Markmið:

  • Að þátttakendur öðlist grunnskilning á því hvernig nýta má Facebook í markaðslegum tilgangi.
  • Að læra hvernig á að stilla Facebook-síðu til að hámarka virkni og ná til fleiri fylgjenda.
  • Að skilja muninn á því að nota „boost“ og setja upp markvissar auglýsingar í Ad Manager.
  • Að geta samþætt Facebook og Instagram til að hámarka árangur.
  • Að læra að vinna með mismunandi tegundir efnis miðað við markhópa.

Kennari: Ingvar Haraldsson, sérfræðingur hjá Datera

Föstudags námskeið hjá Akademias eru hugsuð sem þriggja klukkustunda langar vinnustofur þar sem áherslan er lögð á afmarkað viðfangsefni undir handleiðslu sérfræðinga í því efni. Námskeiðunum lýkur alltaf með einum drykk og tækifæri til tengslamyndunar í húsakynnum Akademias.

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námið er í boði sem staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.

Námskeiðið er 3 klst. og lýkur með tækifæri til tengslamyndunar.

Kennsla fer fram föstudaginn 27. september frá kl. 13:00-16:00

Námsgjöld: 39.900kr.

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinandi

Ingvar Haraldsson