Leiðtoginn
Stjórnarhættir í þriðja geiranum
NÝTT Hefst 26.apríl 2023
Í fyrsta skipti á Íslandi er boðið upp á sérstakt nám í stjórnarháttum félaga í þriðja geiranum. Félög í þriðja geiranum telja félagasamtök og sjálfseignarstofnanir, þ.m.t. íþróttafélög og samfélög sem hafa stjórnir. Námskeiðið er samstarfsverkefni fjölda sérfræðinga, félaga og stofnana sem vilja efla stjórnarhætti í þriðja geiranum og auka þekkingu og lærdóm á milli félaga og fyrir samfélagið. Þetta er námskeið fyrir alla þá sem sitja í stjórnum félaga og sjálfseignarstofnana, starfsmenn og félagsmenn.
Umsjónarmaður er Dr. Eyþór Ívar Jónsson, einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna sem hefur verið leiðandi í MBA náminu í Copenhagen Business School í fimmtán ár og kennt MBA við fjölda háskóla ásamt því sem hann er Vice President fyrir European Academy of Management sem er samstarfsvettvangur 50 háskóla. Eyþór hefur jafnframt stýrt námslínunni Viðurkenndir stjórnarmenn, sem er leiðandi nám í stjórnarháttum á Íslandi, í um áratug.
Leiðbeinendur námsins eru 5 – 10 talsins sem eru sérfræðingar í stjórnun og stjórnarháttum í þriðja geiranum. Hver áfangi hefur á bilinu 2 – 3 leiðbeinendur sem segja frá eigin reynslu og raundæmum.
Leiðtogi í stjórnarháttum í þriðja geiranum snýst um að skapa þekkingu, færni og leikni sem tengist stjórnarháttum félaga og stofnana. Á námskeiðinu lærir fólk að skipuleggja stjórnarhætti, forgangsraða verkefnum, velja í stjórnir og skipuleggja starfshætti stjórnar m.t.t. siðferðismála, sjálfbærni og markvirkrar ákvarðanatöku.
Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga.
Áfangar:
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
Námskeiðið hefst 26.apríl 2023 og er kennt á miðvikudögum 13:00 – 16:00 og fimmtudögum 9:00 – 12:00 fram til 11.maí Hópverkefni verður 11. maí frá 13:00 – 16:00.
Námskeiðið er kennt í stað- og fjarkennslu. Námskeiðið er 21 klst., þ.e. 3 áfangar, 6 klst. hver áfangi og lokaverkefni 3 klst. Einnig er gera nemendur einstaklingsverkefni fyrir utan kennslutíma.
Námsmat: Einstaklingsverkefni og hópverkefni.
Verð: 240.000 – Snemmskráningarverð: 190.000
Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.
Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.
Leiðbeinendur:
Dr. Eyþór Ívar Jónsson