Lýsing námskeiðs og skráning

Sjónræn framsetning markaðsefnis

Sjónræn framsetning á efni skiptir alltaf miklu máli og nauðsynlegt er að vandað sé til verka, hvort sem það er við ljósmyndun, myndbandsgerð eða uppsetningu á kynningarefni. Samkeppni um athygli neytenda eykst og því mikilvægt að skapa efni sem grípur athygli og miðlar viðeigandi skilaboðum til viðeigandi markhóps.

Markmið þessa námskeiðs er að kenna undirstöðuatriði ljósmyndunar, myndbandsgerðar og uppsetningu kynningarefnis fyrir hina ólíku miðla og miðlunarleiðir.

Námskeiðið skiptist í fjóra hluta:

 1. Skipulag, markmiðasetning og tónn (rafrænn hluti)
  1. Undirbúningur og skipulagning markaðsefnis
  2. Skipulag markaðsefnis (content calander)
 2. Lærðu að taka góðar (og áhrifaríkar) myndir
  1. Litapallettur, bakgrunnur og uppbygging myndefnis
  2. Grunnatriði í lýsingu
  3. Tips og trix til að gera myndefni áhrifaríkara, bæði vörur og manneskjur
  4. Tæknileg ráðgjöf, ljós og myndavélar
 3. Kvikmyndun og eftirvinnsla
  1. Grunnatriði kvikmyndunar
  2. Klipping og eftirvinnsla efnis
  3. Undirbúningur fyrir birtingu efnis
 4. Canva
  1. Uppsetning á auglýsingaefni fyrir fjölbreytta miðla
  2. Framsetning á ljósmyndum og myndböndum með Canva
  3. Nýting Canva til árangursríkrar miðlunar

Að námskeiði loknu eiga nemendur að geta tekið áhrifaríkar ljósmyndir, hvort sem er á síma eða myndavél, og tekið upp áhugaverð myndbönd sem styðja við markmið, vinna efnið áfram með viðeigandi hætti ásamt því að  hanna og setja upp kynningarefni í Canva. Að auki eiga nemendur að átta sig á tilgangi þess að framleiða slíkt efni, hvernig best sé að skipuleggja slíka vinnu og gæta þess að hún sé í takti við markmið fyrirtækja.

Námskeiðið er fyrir þá sem starfa að miðlun hverskonar eða vilja efla sig í þeim fjölmörgu þáttum sem fjallað er um á námskeiðinu.

Kennarar námskeiðsins:

 • Ásta Kristjáns, ljósmyndari
 • Kári Sverris, ljósmyndari
 • Margrét Lena Kristensen, Canva
 • Halldór Ísak Ólafsson, kvikmyndun
 • Þórarinn Hjálmarsson, markaðssetning

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

 • Námskeiðið hefst þriðjudaginn 26. febrúar 2024.
 • Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 16:30 - 19:30 í 3 vikur til 13. Mars.
 • Námið er 19 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi í staðnámi. Að auki er rafrænn hluti.
 • Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23 fyrir utan fyrsta hlutann sem er rafrænn
 • Verð: 269.000 kr.
 • Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki (sjá t.d. www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum asdis@akademias.is
 

Leiðbeinendur

Ásta Kristjáns

Halldór Ísak Ólafsson

Kári Sverris

Margrét Lena Kristensen

Þórarinn Hjálmarsson