Sérfræðingur í alþjóðlegum tónlistariðnaði
Á Íslandi starfar mikil fjöldi listafólks við frumsköpun og flutning tónlistar en nauðsynlega innviði skortir að miklu leiti. Námskeiðið eykur faglega yfirsýn og þjálfar á markvissan hátt færni þeirra sem sinna lykilstuðningi við tónlistarfólk og aðra sem sækja á alþjóðlegan markað með sköpun sína. Alþjóðlegur tónlistariðnaður sem árið 2021 velti 28.8 milljörðum dollara, byggist upp á vel skilgreindum hlutverkum, ferlum og nálgun sem nauðsynlegt er að skilja til þess að tryggja árangur. Líkt og frumkvöðlar sem oft eru nefndir rokkstjörnur, skapar tónlistarfólk afurð sem þarf umgjörð og mikinn stuðning sérfræðinga á mörgum sviðum.
Þátttaka í þróun frama listafólks og teymi sem lyftir til vegs og virðingar sköpun íslenskra tónlistarmanna er bæði göfugt og hefur burði til að skila góðri afkomu fyrir alla sem að því koma. Þeir sem sitja námskeiðið kynnast öllum þeim hlutverkum sem þarf að sinna, læra að skilgreina leið að settu markmiði og gerð raunhæfrar framkvæmdaáætlunar. Til að byggja upp sterka innviði þarf meira en vilja, sköpunargáfu og útsjónarsemi. Til þess að á Íslandi verði til virðisauki af velgengni íslenskrar tónlistar og íslenskra flytjenda þarf allar grunnstoðir að vera til staðar.
Námskeiðinu er ætlað að miðla þekkingu á markvissan hátt til þeirra sem til framtíðar ætla sér að byggja sjálfbæra viðskiptaumgjörð um eitthvert þeirra lykilhlutverka sem tilheyra baklandi tónlistarmannsins. Tónlistarforleggjarar, útgefendur, umboðsmenn, markaðsrágjafar, kynningarfulltrúar og tónleikabókarar framtíðarinnar fá hér gott veganesti.
Umsjónarmenn eru Daddi Guðbergsson, sem starfaði í tónlistariðnaðinu í Bandaríkjunum og verið hefur hluti af fjölda tónlistartengdra verkefna, og Dr. Eyþóri Ívari Jónssyni, sérfræðingur í viðskiptafræðum og MBA kennari. Sérstakur ráðgjafi námsins er Helen Gammons sem m.a. þróaði tónlistarmiðað MBA nám við Henley Business School í skapandi greinum og skrifaði bókina The Art of Music Publishing. Gestafyrirlesarar eru sérfræðingar og fagfólk úr tónlistariðnaðinum, m.a. Pete Ganbarg, Forstjóri ATCO, dótturfyrirtækis Atlantic Records og fyrrum yfirmaður A&R hjá Atlantic, Larry Stessel, stofnandi Revolver Marketing sem sérhæfir sig í markaðssetningu tónlistar, tónlistarmanna og viðburða, með áherslu á tengingu við stór vörumerki. Einar Örn, útgefandi, trompetleikari og umboðsmaður, Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri Félags Útgefenda og sérfræðingur í tekjum af opinberum flutningi, Colm O’Herlihy, meðstofnandi I N N I Music, Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN, ofl. Leiðbeinendur námsins eru um 10 talsins.
Sérfræðingur í alþjóðlegum tónlistariðnaði öðlast hagnýta þekkingu, færni, leikni og tengsl sem tryggir hnökralausan framgang verkefna á vegum fyrirtækja og einstaklinga sem taka þátt í alþjóðlegu vistkerfi tónlistar.
Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga.
Leiðbeinendur:
Daddi Guðbergsson – sérfræðingur i alþjóðlegum tónlistariðnaði
Eyþór Ívar Jónsson – sérfræðingur í viðskiptamódelum
Sigtryggur Baldursson - framkvæmdastjóri ÚTÓN
Helen Gammons – höfundur The Art of Music Publishing
Larry Stessel - fortstjóri Revolver Marketing Group, starfaði áður hjá Sony, Mercury og EMI Records í New York.
Eiður Arnarsson - Framkvæmdastjóri Félags Útgefenda
Colm O'Herlihy - Meðstofnandi INNI Music (ásamt Atla Örvarssyni)
Einar Örn Benediktsson - trompetleikari, útgefandi, myndlistarmaður og umboðsmaður.
Guðmundur Arnar Guðmundsson – markaðssérfræðingur
Áfangar
Stóra myndin, sagan og staðsetning
B-hliðin á bransanum – Hlutverk og helstu leikendur
Réttindi og ´réttindavernd
Tekjustraumar – uppruni, millimenn og endastöð
Framaþróun tónlistarfólks – hvar, hver, hvert og hvernig
Leið á markað
Ímynd og frásagnarlist tónlistar
Markaðssetning á tónlist
Markaðsrannsóknir og innsæi
Útflutningur á íslenskri tónlist
DYI
Íslenskt umhverfi tónlistarútflutnings
Séríslenskar aðstæður
2/4/7
Það sem frumkvöðlar hafa lært
Stoðkerfið
Framþróun íslensks tónlistariðnaðar
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
Námskeiðið er kennt í stað- og fjarkennslu. Námskeiðið er 18 klst., þ.e. 3 áfangar, 6 klst. hver áfangi. Einnig er gera nemendur einstaklingsverkefni fyrir utan kennslutíma.
Námsmat: Einstaklingsverkefni og hópverkefni.
Verð: 290.000 – Snemmskráningarverð: 190.000
Leiðbeinendur
Dr. Eyþór Ívar Jónsson
Daddi Guðbergsson, útgefandi
Eiður Arnarsson, útgefandi
Einar Örn Benediktsson
Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN
Larry Stessel, eigandi Revolver Marketing Group
Helen Gammons, höfundur The Art of Music Publishing
Colm O'Herlihy, meðstofnandi INNI
Pete Ganbarg, forstjóri ATCO Records