TækniAkademia
Scrum vörueigandi
Námskeiðið hefst 10. mars 2025
Lærðu hvernig þú getur orðið vörueigandi (Product Owner) og hvaða tól þú hefur til að stýra þróun vörunnar. Þó að Scrum Alliance veiti lista yfir kjarnahugtök sem verða að vera kennd í námskeiðinu, býr hver kennari til sitt eigið efni, sem gerir það að verkum að námskeiðin geta verið mismunandi eftir styrkleikum, áhugamálum og reynslu kennarans.
Í lok námskeiðsins munt þú skilja hvernig þú getur nýtt Scrum til að hámarka verðmætasköpun og ánægju viðskiptavina. Þú munt skilja hlutverk product owner með valdsviði og ábyrgð þess, og hvernig það tengist öðrum hlutverkum innan Scrum. Þú verður fær um að búa til sýn fyrir vöruna, safna og fínpússa vörubakka, raða bakkanum, og kerfisbundið fínpússa kröfur. Þú munt einnig geta búið til raunhæfa útgáfu og fylgst með framgangi verkefnisins og skilja hvernig þú getur unnið áhrifaríkt með ScrumMaster og þróunarteyminu.
Forkröfur
Ætlast er til þess að nemendur hafi einhverja þekkingu á Scrum fyrir námskeiðið og hafi lesið „Scrum Guide“ fyrir námskeiðið. Einnig væri gagnlegt ef nemendur hefðu lesið eina af bókum Ken Schwaber.
Námsefni
Nemendur munu fá allt námsefni afhent á fyrri kennsludegi en efnið verður svo sett í samhengi í gegnum æfingar, myndbönd og verkefnavinnu.
Námsmat
Námskeiðinu lýkur með nokkrum æfingum og verkefnum sem gefa nemendum tilfinningu fyrir Scrum. Allir sem ljúka námskeiðinu hljóta vottun sem Scrum vörueigandi (Scrum Product Owner) og verða meðlimir í Scrum Alliance í tvö ár, eftir það bera nemendur sjálfir kostnað af árgjaldi sínu til Scrum Alliance..
Hagnýtar upplýsingar
Um Jens Ostergaard
Jens Ostergaard er stofnandi Scrum Training Institute. Hann er fyrsti vottaði „Scrum Practitioner (CSP)“ og einn af frumkvöðlum „Certified Scrum Trainers (CST)“ í heiminum. Hann er einnig Agile Developer ráðgjafi sem hjálpar skipulagsheildum að skilja grundvallaratriði Scrum og heldur því fram að skipulagsheildir ættu að halda Scrum eins hreinu og mögulegt er þar til þær skilja algerlega þann mekanisma sem knýr þróunina áfram.
Jens Ostergaard var fyrsti starfandi Scrum Master í Danmörku og varð CSM í Edinborg árið 2003. Hann varð CST eftir sameiginlega þjálfun með Ken Schwaber, sem er meðstofnandi Scrum, í Kaupmannahöfn árið 2004. Ríkuleg reynsla hans á sviði Scrum hefur verið undirstrikuð með ítarlegri sameiginlegri þjálfun með Jeff Sutherland, stofnanda Scrum, sem hefur veitt þátttakendum á námskeiðum þeirra verðmæta innsýni og þekkingu frá tveimur af reynslu- og áhrifamestu einstaklingum í Scrum samfélaginu. Jens hefur kennt og vottað yfir 10.000 manns og hjálpað fjölmörgum fyrirtækjum á þeirra Agile ferðalagi. Hann er sá CST sem lengst hefur starfað, um allan heim.
Jens Ostergaard var ekki aðeins fyrsti starfandi Scrum Master í Danmörku heldur var hann einnig frumkvöðull í að halda fyrstu opinberu vottuðu námskeiðin fyrir Certified Scrum Master (CSM) í fjölmörgum löndum, þar á meðal Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Íslandi, Írlandi, Hollandi, Tékklandi, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Nevada og Flórída, sem sýnir helgun hans til að breiða út þekkingu á Scrum um allan heim.
Jens Ostergaard