Lýsing námskeiðs og skráning

Scrum meistari

Öðlastu vottun sem Scrum meistari undir handleiðslu Jens Ostergaard. Jens hefur þjálfað yfir 10.000 nemendur í tækni, nýsköpunar og viðskiptaheiminum.

Að vera Scrum meistara krefst mikillar hæfni og við fyrstu sýn virðist það vera einföld áskorun. Engu að síður, um leið og haldið er út í ferðalagið við að umbreyta skipulagsheildinni, munu hindranirnar birtast hver á fætur annarri og reyna á innleiðingu Scrum. Til að beita Scrum, með því að nýta „List möguleikans“, þarf að hafa hæfileikaríka Scrum meistara til að takast á við þessa áskorun.

Hver einstaklingur er þjálfaður til að geta axlað eftirfarandi ábyrgðir:

  • Fjarlægja hindranir milli þróunar og viðskiptahlutans (ProductOwner) svo að viðskiptin hafi áhrif á þróuninni beint
  • Kenna hvernig á að hámarka arðsemi (ROI) og ná markmiðum sínum í gegnum Scrum
  • Bæta líf þróunarteymisins með því að auðvelda sköpun og valdeflingu
  • Bæta framleiðni þróunarteymisins á hvaða hátt sem er mögulegt
  • Bæta aðferðir og tól svo að hvert hluti sé mögulega tilbúinn til afhendingar

Forkröfur

Ætlast er til þess að nemendur hafi einhverja þekkingu á Scrum fyrir námskeiðið og hafi lesið „Scrum Guide“ fyrir námskeiðið. Einnig væri gagnlegt ef nemendur hefðu lesið eina af bókum Ken Schwaber.

Námsefni

Nemendur munu fá allt námsefni afhent á fyrri kennsludegi en efnið verður svo sett í samhengi í gegnum æfingar, myndbönd og verkefnavinnu.

Námsmat

Námskeiðinu lýkur með nokkrum æfingum og verkefnum sem gefa nemendum tilfinningu fyrir Scrum. Allir sem ljúka námskeiðinu hljóta vottun sem Scrum meistarar (Scrum Master) og verða meðlimir í Scrum Alliance í tvö ár, eftir það bera nemendur sjálfir kostnað af árgjaldi sínu til Scrum Alliance.

Hagnýtar upplýsingar

  • Námskeiðið er kennt dagana 28.maí og 29.maí 2024 frá kl. 8:30 til 16:30
  • Innifalið eru öll gögn sem tengjast námskeiðinu auk morgunhressingar og létts hádegisverðar báða kennsludaga.
  • Kennslan fer alfarið fram á ensku
  • Námið er einungis í boði sem staðnám í Borgartúni 23.
  • Verð: 269.000 kr.
  • Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki (sjá t.d. www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum asdis@akademias.is

Um Jens Ostergaard

Jens Ostergaard er stofnandi Scrum Training Institute. Hann er fyrsti vottaði „Scrum Practitioner (CSP)“ og einn af frumkvöðlum „Certified Scrum Trainers (CST)“ í heiminum. Hann er einnig Agile Developer ráðgjafi sem hjálpar skipulagsheildum að skilja grundvallaratriði Scrum og heldur því fram að skipulagsheildir ættu að halda Scrum eins hreinu og mögulegt er þar til þær skilja algerlega þann mekanisma sem knýr þróunina áfram.

Jens Ostergaard var fyrsti starfandi Scrum Master í Danmörku og varð CSM í Edinborg árið 2003. Hann varð CST eftir sameiginlega þjálfun með Ken Schwaber, sem er meðstofnandi Scrum, í Kaupmannahöfn árið 2004. Ríkuleg reynsla hans á sviði Scrum hefur verið undirstrikuð með ítarlegri sameiginlegri þjálfun með Jeff Sutherland, stofnanda Scrum, sem hefur veitt þátttakendum á námskeiðum þeirra verðmæta innsýni og þekkingu frá tveimur af reynslu- og áhrifamestu einstaklingum í Scrum samfélaginu. Jens hefur kennt og vottað yfir 10.000 manns og hjálpað fjölmörgum fyrirtækjum á þeirra Agile ferðalagi. Hann er sá CST sem lengst hefur starfað, um allan heim.

Jens Ostergaard var ekki aðeins fyrsti starfandi Scrum Master í Danmörku heldur var hann einnig frumkvöðull í að halda fyrstu opinberu vottuðu námskeiðin fyrir Certified Scrum Master (CSM) í fjölmörgum löndum, þar á meðal Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Íslandi, Írlandi, Hollandi, Tékklandi, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Nevada og Flórída, sem sýnir helgun hans til að breiða út þekkingu á Scrum um allan heim.

 

Leiðbeinandi

Jens Ostergaard

Hoobla - Systir Akademias