Lýsing námskeiðs og skráning

Persónulega vörumerkið þitt á Linkedin

Ef þú vilt auka sýnileika þinn og efla tengslanetið á LinkedIn, þá er þetta námskeið fyrir þig. "Persónulega vörumerkið þitt á LinkedIn" er hannað til að kenna þér hvernig þú getur nýtt LinkedIn til að byggja upp faglega ímynd þína og ná markmiðum þínum, hvort sem það er í atvinnuleit, viðskiptaþróun eða samskiptum. Undir leiðsögn Steinars Þórs Ólafssonar, sérfræðings í LinkedIn, munu þátttakendur læra að skilja og beita öflugum tólum og aðferðum sem LinkedIn býður upp á.

Námskeiðið veitir þátttakendum tækifæri á að:

  • Þróa og bæta fagleg skrif á LinkedIn, frá atvinnuumsóknum til fræðslugreina.
  • Skilja hvernig best er að nýta LinkedIn fyrir tengslamyndun og uppbyggingu tengsla.
  • Nota LinkedIn sem verkfæri til að auka faglegt ásýnd og efla atvinnumöguleika.

Við munum einnig skoða dæmi um vel heppnaðar síður og færslur, greina helstu þætti sem skila árangri og kenna þér hvernig þú getur aðlagað þessar aðferðir að þínum eigin markmiðum.

Þetta námskeið er kjörið fyrir einstaklinga sem vilja nýta sér kraft LinkedIn til að efla faglega stöðu sína og tengslanet. Styrktu ímynd þína og náðu nýjum hæðum í starfsferli þínum með hjálp Steinars Þórs.

Steinar Þór Ólafsson, eða „Steinar á Linkedin“ eins og sumir hafa kosið að kalla hann, hefur nýtt miðilinn í sína þágu á undanförnum árum en sömuleiðis aðstoðað fjölda fyrirtækja og stjórnendur að koma auga á og nýta sér tækifærin á Linkedin. Á þessu námskeiði mun hann fara yfir það sem kalla mætti „playbook“ um hvernig einstaklingar og fyrirtæki geta nálgast miðlun á Linkedin til þess að fá sem mest út úr því sér í hag.

Föstudags námskeið hjá Akademias eru hugsuð sem þriggja klukkustundar langir vinnustofur þar sem áherslan er lögð á afmarkað viðfangsefni undir handleiðslu sérfræðinga í því efni. Námskeiðunum lýkur alltaf með einum drykk og tækifæri til tengslamyndunar í húsakynnum Akademias.

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námið er í boði sem staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.

Námskeiðið er 3 klst. og lýkur með tækifæri til tengslamyndunar.

Kennsla fer fram föstudaginn 11. október frá kl. 13:00-16:00

Ætlast er til þess að nemendur hafi aðgang að ChatGPT-4 til að hámarka virði námskeiðsins.

Námsgjöld: 39.900kr.

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinandi

Steinar Þór Ólafsson