Lýsing námskeiðs & skráning

 NýsköpunarSprettur 

Nýsköpun er orðin lykilþáttur í framfarasókn fyrirtækja, félaga og stofnana. Það er mikil þörf fyrir fólk sem skilur nýsköpun út frá ólíkum sjónarhornum og hefur tæki til þess að leiða vinnu í nýsköpun. Án nýsköpunar staðna fyrirtæki, úreldast og deyja. Nýsköpun þarf ekki að vera flókin en kallar á hugmyndavinnu og verklag sem þarfnast þjálfunar.  

Helstu áherslur:
Námskeiðið fjallar um hvaða leiðir eru færar í nýsköpun, hugmyndavinnu og verklag. Nýsköpunarradarinn er notaður sem útgangspunktur og farið í gegnum hvernig nýsköpunarhugsun getur umbreytt vöruframboði, viðskiptamódelum og ímynd fyrirtækja. Tekin eru nokkur stutt dæmi og verkefni til þess að hjálpa nemendum að tileinka sér aðferðafræði sem hægt er að nota í ólíkum nýsköpunarverkefnum. 

NýsköpunarSprettur er fyrir alla þá sem þurfa að koma að nýksöpunarvinnu, hvort sem er hjá fyrirtækjum, stofnunum eða félögum. Þeir sem ætla sér að taka þátt verðmætasköpun í framtíðinni verða að kunna og skilja hvernig á að vinna með nýsköpun.  

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða og einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna. Eyþór hefur hjálpað mörg hundruð sprotafyrirtækjum að endurvinna viðskiptahugmyndir og viðskiptamódel og jafnramt stýrt fjölda verkefna bæði á Íslandi og erlendis sem snúast um nýsköpun innan fyrirtækja. Hann kennir jafnframt námskeiðið miniMBA - Nýsköpun og tæknibreytingar. 

Hagnýt atriði:

  • Sumarsprettir eru tveggja daga námskeið sem eru 6 klst í heildina
  • Námskeiðið er kennt 24. og 25. ágúst 2022 klukkan 13:00-16:00
  • Verð 95.000 kr. Tilboð í dag 30% afsláttur með kóðanum Sumar30
  • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, ef keypt eru fleiri sæti. Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
  • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
  • Sendu okkur línu ef við getum aðstoðað akademias@akademias.is

Viltu upplýsingar um hvernig þetta nám getur styrkt þig í starfi?

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Hoobla - Systir Akademias