Lýsing námskeiðs & skráning

miniMBA – Tækifæri Kína og stafræn viðskipti

miniMBA með áherslu á tækifæri Kína og stafræn viðskipti snýst um að skapa þekkingu, færni og leikni sem tengist því að eiga árangursrík og skilvirk viðskipti við Kínverja hvor sem er sem viðskiptavinir á Íslandi eða í Kína. Ennfremur að kunna á samskiptakerfi og tækni sem að skilar árangurríkri markaðsinngöngu og samskiptum við viðskiptavini. miniMBA er fyrir fólk í einkageiranum, hjá hinu opinbera eða í þriðja geiranum sem vill skapa verðmæti fyrir Kínverja og aðra Austurlandabúa og byggja upp samvinnu og samskipti sem skila sér í árangursríkum viðskiptum. Í miniMBA lærir fólk um kínverska menningu og neytendur, inngöngu á nýja markaði, samfélagsmiðla og samskiptatækni, samstarfsaðilia og dreifileiðir og alþjóðlegt viðskiptaumhverfi.

Námið er samstarfsverkefni fjölda sérfræðinga og fyrirtækja sem vilja að Íslendingar nýti sér tækifærið sem felst í viðskiptum við Kínverja, hvort sem er á Íslandi eða í Kína. Kína er orðið leiðandi stórveldi í alþjóðlegum viðskiptum og kaupmáttur Kínverja hefur aukist verulega á undanförnum árum sem hefur ýtt undir ferðalög og neyslu á vörum og þjónustu frá Vesturlöndum.

Leiðbeinendur námsins eru sérfræðingar í viðskiptum við Kínverja, samskiptatækni og inngöngu á markaði. Hver áfangi hefur á bilinu 2 til 3 leiðbeinendur sem segja frá eigin reynslu og raundæmum.

Umsjónarmenn eru dr. Eyþór Ívar Jónsson og Guðmundur Arnar Guðmundsson. Guðmundur hefur verið markaðsstjóri m.a. Nova, WOW air og hjá Icelandair, ásamt því að vera í framkvæmdastjórn Nova og WOW air. Hann hefur ennfremur verið markaðsráðgjafi við fjölda íslenskra fyrirtækja  og kennt markaðsmál við íslenska háskóla. Guðmundur hefur unnið mikið í alþjóðlegu markaðsstarfi. Eyþór Ívar Jónsson, einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna sem hefur verið leiðandi í MBA náminu í Copenhagen Business School í fimmtán ár og kennt MBA við fjölda háskóla. Eyþór hefur m.a. kennt við háskóla í Austurlöndum og þjálfað fjölda Kínverja í alþjóðaviðskiptum.  

Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum við sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.

LEIÐBEINENDUR (2020)

Guðlaugur Þór Þórðarson – Utanríkisráðherra Íslands
Jin Zhijian – Sendiherra Kína á Íslandi
Chen Guisheng – Viðskiptafulltrúi sendiráðs Kína á Íslandi
Petur Li Yang – Viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands í Beijing
John Clark – Yfirmaður Tencent í Evrópu
Kjeld Erik Brodsgaard - Prófessor við Copenhagen Business School
Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir – Aðstoðarframkvæmdastjóri Carbon Recycling International
Ársæll Harðarson – Svæðisstjóri hjá Icelandair
Bjarni Ármannsson – Framkvæmdastjóri Iceland Seafood International
Björn Örvar Lárusson – Stofnandi og CSO hjá Orf Genetics
Meiting Quin – Nordic-China Startup Forum
Danielle Neben – Markaðsstjóri ePassi Iceland
Ólafur Stephensen – Framkvæmdastjóri íslensk-kínverska viðskiptaráðsins
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir – Framkvæmdastjóri Ferðaklasans á Íslandi
Haukur Harðarson – Stofnandi Arctic Green Energy
Guðmundur Arnar Guðmundsson – Akademias og fv. markaðsstjóri t.a.m. WOW air, Nova og hjá Icelandair
Eyþór Ívar Jónsson – Copenhagen Business School
Sarah Chu – Nordic Business House 


ÁFANGAR

Kínversk menning og neytendur
Kína nútímans
Kauphegðun
Kínverskir ferðamenn
Kínversk fyrirtækjamenning

Innganga á nýja markaði
Tenging vöru og viðskiptavinar
Inngönguleiðir á markað
Verðlagning
Inngönguáætlun

Samfélagsmiðlar og samskiptatækni
Stafrænn heimur austurlanda
Samskiptaforrit
Traust og sýnileiki
Samskiptatækni

Samstarfsaðilar og dreifileiðir
Kínverskir samstarfsaðilar
Alibaba og aðrar dreifileiðir  
Samningar og samningatækni
Stjórnun markaðsstarfs

Alþjóðlegt viðskiptaumhverfi
Stökkbreytingar í alþjóðlegum viðskiptum
Gjaldeyrir og greiðslumátar
Lög og reglur í viðskiptum 
Alþjóðleg vaxtarfyrirtæki í Kína

 
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Næsta námskeið hefst 4. október 2021. Kennt er á mánudögum 13:00 - 16:00 og þriðjudögum 9:00 - 12:00 í 5 vikur (til 2. nóvember).
Ath. 5. október verður kennt kl. 10:00-13:00

Námið er 30+ klst., 5 áfangar, 6 klst. hver áfangi og próf. 

Námsmat: Einstaklingsverkefni, hópverkefni og heimapróf.

Námsgjöld: 290.000 kr. 

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki (sjá t.d. www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum gudmundur@akademias.is.

 

Viltu upplýsingar um hvernig þetta nám getur styrkt þig í starfi?

 

Leiðbeinendur

Guðlaugur Þór Þórðarson – Utanríkisráðherra Íslands

Jin Zhijian – Sendiherra Kína á Íslandi

Petur Li Yang – Viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands í Beijing

John Clark – Yfirmaður Tencent í Evrópu

Kjeld Erik Brodsgaard - Prófessor við Copenhagen Business School

Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir – Aðstoðarframkvæmdastjóri Carbon Recycling International

Bjarni Ármannsson – Framkvæmdastjóri Iceland Seafood International

Ársæll Harðarson – Svæðisstjóri hjá Icelandair

Björn Örvar Lárusson, stofnandi og CSO ORF líftækni

Meiting Quin – Nordic-China Startup Forum

Ólafur Stephensen – Framkvæmdastjóri íslensk-kínverska viðskiptaráðsins

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir – Framkvæmdastjóri Ferðaklasans á Íslandi

Haukur Harðarson – Stofnandi Arctic Green Energy

Guðmundur Arnar Guðmundsson, Akademias

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Sarah Chu – Nordic Business House