Lýsing námskeiðs og skráning

miniMBA – Leiðtoginn og stafræn umbreyting

Námið snýst um að skapa þekkingu, færni og leikni sem tengist stafrænni umbreytingu fyrirtækja, hins opinbera og þriðja geirans. Í miniMBA lærir fólk að skipuleggja stafræna umbreytingu, stjórna í krafti upplýsinga, að byggja upp ofurteymi, að nýta tækni í stefnumótun og fyrir framtíðarsýn og að skapa verðmæti í stafrænum heimi.

Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga.

Námið er samstarfsverkefni fjölda sérfræðinga og fyrirtækja sem vilja tryggja að Ísland verði í farabroddi þegar kemur að stafrænni umbreytingu atvinnulífs, hins opinbera og þriðja geirans. Námið tekur jafnframt mið að því sem er að gerast í þróun á alþjóðlegu MBA og mini MBA námi.

Umsjónarmaður er dr. Eyþór Ívar Jónsson, einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna sem hefur verið leiðandi í MBA náminu í Copenhagen Business School í fimmtán ár og kennt MBA við fjölda háskóla ásamt því sem hann er Vice President (frá júní 2020) fyrir European Academy of Management sem er samstarfsvettvangur 50 háskóla.  

Leiðbeinendur námsins eru 10 – 15 talsins sem eru sérfræðingar í stjórnun fyrirtækja, verkefnastjórnun og stafrænni umbreytingu. Hver áfangi hefur á bilinu 2 – 3 leiðbeinendur sem segja frá eigin reynslu og raundæmum.

Áfangar:

Stafræn umbreyting
Grundvallaratriði 4. iðnbyltingarinnar
Tæknilæsi 
Lagaleg viðfangsefni
Hvernig á að stýra stafrænum breytingum

Upplýsingadrifin stjórnun
Árangursstjórnun fyrir framtíðina
Eðli upplýsinga og viðskiptagreind
Þjónustustjórnun í stafrænum heimi
Big-Data á tímum gervigreindar

Ofurteymi í fjarvinnu
Stefnumótandi agile aðferðafræði
TEAM módelið
Draumar og drifkraftar fyrirtækis
Leiðtogi teymis

Tækni og framtíðarsýn
Stafræn þekking í markaðsmálum
Notkun á Tölvutungumálum (cloud computing, quantum computing o.fl.)
Framtíðarsýn í stafrænum heimi
Áhrif tæknibreytinga

Stafræn verðmætasköpun
Að leiða með nýsköpun
Fyrirtæki sem stafrænn leiðtogi
Drifkraftar verðmætasköpunar
Viðskiptavinur sem miðpunktur

Leiðbeinendur:*

* Leiðbeinendur frá fyrra ári en listinn er birtur með fyrirvara um breytingar.

Hagnýtar upplýsingar:

 Kennt á fimmtudögum 13:00 - 16:00 og föstudögum 9:00 - 12:00 - 5 vikur og hefst 2.maí 2024.

Námið er í boði sem staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Námið er 30 klst., þ.e. 10 áfangar, 3 klst. hver áfangi.  

Námsmat: Einstaklingsverkefni, hópverkefni og heimapróf.

Verð: 319.000 kr. 

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki (sjá t.d. www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Hoobla - Systir Akademias