Lýsing námskeiðs & skráning

Leiðtogi í verkefnastjórnun

Akademias býður upp á námskeiðið Leiðtogi í verkefnastjórnun. Námskeiðið er samstarfsverkefni fjölda innlendra og erlendra sérfræðinga og fyrirtækja sem vilja efla verkefnastjórnun hjá hinu opinbera, í íslensku atvinnulífi og þriðja geiranum.

Leiðbeinendur námsins eru um 10 talsins sem eru sérfræðingar verkefnastjórnun á stórum sem smáum verkefnum. Hver áfangi hefur á bilinu 2 – 3 leiðbeinendur sem segja frá eigin reynslu og raundæmum. Umsjónarmaður er Eyþór Ívar Jónsson, hjá Akademias sem hefur stýrt fjölmörgum nýsköpunarverkefnum og ráðstefnum. Eyþór stýrir m.a. ráðstefnun European Academy of Management og er jafnframt forseti Akademias og skipuleggur miniMBA og Leiðtoganám Akademias.

Námskeiðið Leiðtogi í verkefnastjórnun snýst um að skapa þekkingu, færni og leikni til þess að stýra verkefnum innan fyrirtækja og stofnana með því að nýta aðferðafræði verkefnastjórnunar og hugbúnaðarlausnir eins og Asana, Clickup, Trello o.fl. Sérstök áhersla er lögð á nemendur geti stýrt bæði einföldum og flóknari verkefnum.

Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.

Leiðbeinendur:

Eyþór Ívar Jónsson – Forseti Akademias

+ 10 innlendir og erlendir fyrirlesarar með dæmisögur.

Áfangar:

  1. Verkefnastjórnun – Tilgangur og aðferðafræði
  2. Teymið og hagaðilar
  3. Hugbúnaðarlausnir
  4. Scrum og Agile
  5. Stefnumarkandi verkefni
  6. Verðmætasköpun verkefna

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námskeiðið byrjar 29. september 2021 og kennt er á miðvikudögum 13:00 – 16:00 og fimmtudögum 9:00 – 12:00 í þrjár vikur

Námið er í boði sem staðnám eða fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Námið er  18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.

Námsmat: Hópverkefni í tímum og lokaverkefni sem byggir á raunhæfu verkefni sem tengist vinnu eða áhugamáli nemenda (einstaklingsverkefni)

Námsgjöld: 290.000 kr. 

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.