Lýsing námskeiðs & skráning

Leiðtogi í verkefnastjórnun

Akademias býður upp á diplomanámið Leiðtogi í verkefnastjórnun. Námskeiðið er samstarfsverkefni fjölda innlendra og erlendra sérfræðinga og fyrirtækja sem vilja efla verkefnastjórnun hjá hinu opinbera, í íslensku atvinnulífi og þriðja geiranum.

Námskeiðið Leiðtogi í verkefnastjórnun snýst um að skapa þekkingu, færni og leikni til þess að stýra verkefnum innan fyrirtækja og stofnana með því að nýta aðferðafræði verkefnastjórnunar og hugbúnaðarlausnir eins og Asana og Clickup. Sérstök áhersla er lögð á nemendur geti stýrt bæði einföldum og flóknari verkefnum.

Leiðbeinendur námsins eru um 10 talsins sem eru sérfræðingar verkefnastjórnun á stórum sem smáum verkefnum. Hver áfangi hefur á bilinu 2 – 3 leiðbeinendur sem segja frá eigin reynslu og raundæmum. Umsjónarmaður er Eyþór Ívar Jónsson, hjá Akademias sem hefur stýrt fjölmörgum nýsköpunarverkefnum og ráðstefnum. Eyþór stýrir m.a. ráðstefnun European Academy of Management og er jafnframt forseti Akademias og skipuleggur miniMBA og Leiðtoganám Akademias.

Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.

Innifalið í námskeiðinu eru MasterClass áfangarnir undir Verkefnastjórnun og skipulag (verðmæti 138.000 kr.).  

Leiðbeinendur:

Eyþór Ívar Jónsson – Forseti Akademias

Martina Huemann - Prófessor við WU Wien í Austurríki, akademískur stjórnandi MBA náms í verkefnastjórnun og editor-in-chief fyrir International Journal of Project Managemen, sem er leiðandi vísindarit um verkefnastjórnun. 
Jonas Söderlund - Prófessor við BI í Noregi, einn af fremstu sérfræðingum Evrópu í verkefnastjórnun, Jonas hefur skrifað tíu bækur og fjölda fræðigreina og er m.a. í ritstjórn International Journal of Project Management. 
Ísleifur Þórhallsson - Framkvæmdastjóri Senu, Ísleifur hefur leitt nokkur af stærstu tónlistar- og viðburðarverkefnum sem framkvæmd hafa verið á Íslandi, m.a. tónleika Ed Sheeran.
Theodór Ottósson - Framkvæmdastjóri VSF - Verkefnastjórnunarfélags Íslands sem stýrir jafnframt IPMA á Íslandi og veitir alþjóðlega vottun til verkefnastjóra.
Linda Lyngmo - Ráðgjafi hjá Júní með sérstaka áherslu á verkefni sem snúast um stafræna umbreytingu. Linda hefur meðal annars stýrt þverfaglegum verkefnum á borð við sjálfvirk greiðslumöt og lánaferli, stýrt þróun á verðlaunavefum líkt og Ísland.is og fleira.
Svanhildur Konráðsdóttir - Forstjóri Hörpunnar, sem hefur leitt fjölda verkefna tengd Hörpunni og áður Reykjavíkurborg.
    

Áfangar:

  1. Verkefnastjórnun – Tilgangur og aðferðafræði
  2. Teymið og hagaðilar
  3. Aðferðafræði og tækni
  4. Scrum og Agile
  5. Stefnumarkandi verkefni
  6. Verðmætasköpun verkefna

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námskeiðið hefst 31.ágúst 2022. Kennt verður í 3vikur á miðvikudögum frá 13-16 og á fimmtudögum frá 9-12.

Námið er í boði sem staðnám eða fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Námið er  18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.

Námsmat: Hópverkefni í tímum og lokaverkefni sem byggir á raunhæfu verkefni sem tengist vinnu eða áhugamáli nemenda (einstaklingsverkefni)

Námsgjöld: 290.000 kr. Snemmskráningartilboð: 190.000

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Viltu upplýsingar um hvernig þetta nám getur styrkt þig í starfi?

 

Leiðbeinendur

Martina Huemann - Prófessor við WU Wien í Austurríki

Jonas Söderlund - Prófessor við BI í Noregi, einn af fremstu sérfræðingum Evrópu í verkefnastjórnun

Theodór Ottósson - Framkvæmdastjóri VSF - Verkefnastjórnunarfélags Íslands

Linda Lyngmo - Ráðgjafi hjá Júní

Ísleifur Þórhallsson - Framkvæmdastjóri Senu

Svanhildur Konráðsdóttir - Forstjóri Hörpunnar

Hoobla - Systir Akademias