Leiðtoginn
Leiðtogi í verðbréfaviðskiptum
Nýtt námskeið - Hefst 17. nóvember
Fagmennska í fjárfestingum byggir á dýpri innsýn í samspil áhættu, ávöxtunar og markaðshegðunar. Þeir sem starfa við ráðgjöf, eignastýringu, sjóðastjórn eða viðskipti með verðbréf þurfa að geta tekið upplýstar ákvarðanir á grundvelli staðreynda, greininga og reiknilíkana.
Námskeiðið Leiðtogi í verðbréfaviðskiptum er sérstaklega hannað fyrir þá sem stefna á að ljúka prófi til verðbréfaréttinda og vilja öðlast faglega færni til að vinna með verðbréf og stýra fjárfestingum með ábyrgum hætti.
Byggt á nýjustu prófefnislýsingu frá október 2024, veitir námskeiðið djúpa og skipulega innsýn í tegundir verðbréfa, ávöxtunarmælingar, virðismat fyrirtækja, áhættugreiningu, fjárfestingarstefnur og þjóðhagslega þætti sem hafa áhrif á markaði. Umfjöllunin tengir saman kenningar og aðferðir sem nýttar eru í alþjóðlegu samhengi við íslenskan veruleika og lögð er áhersla á hagnýtingu í raunverulegum aðstæðum.
Markmið námskeiðsins
Helstu viðfangsefni
Kennari námskeiðsins
Ólafur Freyr Frímannsson, lögmaður og Msc í fjármálum fyrirtækja. Ólafur hefur m.a. stofnað og rekið félag með skráningu sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða hjá Seðlabanka Íslands.
ATH: Námskeiðið er bæði í stað- og fjarnámi. Nemendur í fjarnámi geta valið að vera í beinni á Zoom eða horft á upptökurnar þegar hentar. Nemendur í staðnámi mæta í Borgartún 23, 3. hæð.
Námskeiðið er 18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi. Kennsla hefst 17. nóvember og er kennt á mánudögum 17-20 og miðvikudögum 17-20 í þrjár vikur.
Námsmat: Einstaklingsverkefni.
Námsgjöld: 269.000 kr.
Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.
Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.
Ólafur Freyr Frímannsson