Lýsing námskeiðs og skráning

Leiðtogi í þjónustu og þjónustustjórnun

Tryggðu þér sæti með 20% afslætti - Kóðinn snemm20 veitir 20% afslátt til og með 14. október.

Þjónusta er lykilatriði í nútíma fyrirtækjarekstri og mikilvægur þáttur í að tryggja ánægju, tryggð viðskiptavina og vaxandi tekjur. Í heimi þar sem samkeppni er hörð og kröfur viðskiptavina stöðugt að aukast, skiptir miklu máli að fyrirtæki hafi skýra og vel mótaða þjónustustefnu. Námskeiðið Leiðtogi í þjónustu og þjónustustjórnun kennir þátttakendum að móta, innleiða og stýra þjónustustefnum sem bæta upplifun viðskiptavina og auka samkeppnishæfni.

Á námskeiðinu er farið í hvernig fyrirtæki þróa stefnu sem tengist þjónustu og hvernig hægt er að nýta þjónustustjórnun til að skapa virði fyrir viðskiptavini. Þátttakendur læra að skipuleggja og stjórna þjónustuferlum, byggja upp þjálfunarkerfi og stjórna innleiðingu þeirra með það að markmiði að bæta upplifun viðskiptavina.

Meðal lykilatriða sem tekin eru fyrir:

  • Mótun þjónustustefnu og innleiðing hennar
  • Ferðalag viðskiptavinarins (Customer Journey Mapping) – hvernig skilja má upplifun viðskiptavina og hvar tækifæri liggja til umbóta
  • Gap greining (Gap Analysis) til að bera þjónustu saman við samkeppnisaðila og greina tækifæri
  • CRM (Customer Relationship Management) og markmiðasetning
  • Þjálfun starfsfólks til að hámarka þjónustugæði

Þátttakendur fá hagnýt verkfæri og aðferðir til að bæta þjónustustjórnun í sínu starfi, allt frá stefnumótun til hönnunar þjónustuferla. Námskeiðið er kjörið fyrir stjórnendur og leiðtoga sem vilja skerpa á færni sinni í þjónustustjórnun og leiða umbætur innan sinna fyrirtækja.

Leiðbeinendur eru reyndir sérfræðingar og hafa umfangsmikla reynslu.
Á meðal fyrri leiðbeinenda á námskeiðinu má meðal annars nefna:

  • Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir: Sölu og markaðsstjóri hjá VÍS og fyrrum forstöðumaður þjónustu og notendaupplifana hjá Icelandair.
  • Karen Ósk Gylfadóttir: Framkvæmdastjóri Lyfju og fyrrum markaðsstjóri Nova
  • Arna Ýr Sævarsdóttir:  Skrifstofustjóri þjónustu og umbreytinga hjá Reykjavíkurborg. 
  • Trausti Haraldsson:  Framkvæmdastjóri Prósent sem er framkvæmdaaðili Íslensku ánægjuvogarinnar
  • Hákon Davíð Halldórsson:  Director Customer Engagement & Analytics hjá Icelandair og fyrrum CRM program Manager hjá Icelandair
  • Charlotte Åström: Head of Customer Engagement & CRM @VÍS
  • Hulda Karen Guðmundsdóttir: Þróunarstjóri upplifana hjá VÍS 
  • Guðmundur Arnar Guðmundsson: Akademias
  • Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs hjá Hafnarfjarðarbæ
  • Aðalheiður Guðmundsdóttir, fv. framkvæmdastjóri VÖK
  • Eva María Þ. Lange, eigandi Pink Iceland

Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum við sérfræðinga. Lögð er áhersla á samskiptahæfni, lausn vandamála, greiningu tækifæra og gagnrýna- og skapandi hugsun.

Umsjónarmaður námsins er Þórarinn Hjálmarsson hjá Akademias.

Áfangar:

  1. Stefnumótun þjónustu
  2. Hönnun þjónustu
  3. Ferðalag viðskiptavinarins
  4. Ímynd og upplifun
  5. CRM og markmiðasetning
  6. Þjálfun og framkvæmd.

Hagnýtar upplýsingar:

Námið er í boði sem staðnám eða fjarnám eða sem blönduð námsleið.   

Námskeiðið hefst 7. apríl 2026 Kennt er á þriðjudögum 13:00-16:00 og á miðvikudögum 9:00-13:00 í 3 vikur.

Námsmat: Einstaklingsverkefni

Námskeiðagjald: 269.000 kr.  

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinendur

Þórarinn Hjálmarsson

Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósent sem er framkvæmdaaðili Íslensku ánægjuvogarinnar