Leiðtoginn
Leiðtogi í PR og krísustjórnun
Nýtt námskeið - Hefst 18. september
Í umhverfi þar sem upplýsingar dreifast hratt og samfélagsmiðlar geta skapað óvæntar áskoranir, skiptir máli að vera vel undirbúinn og geta brugðist skjótt við. Almannatengsl og krísustjórnun eru ómissandi verkfæri til að viðhalda trausti, verja orðspor og tryggja stöðugleika í erfiðum aðstæðum. Þetta námskeið veitir nauðsynlega innsýn í hvernig á að móta áhrifaríkar samskiptaáætlanir, undirbúa sig fyrir mögulegar krísur og vinna markvisst að því að verja hagsmuni fyrirtækja.
Námskeiðið er hannað með það fyrir augum að veita verkfæri til að stýra samskiptum við fjölmiðla, samræma upplýsingaflæði innan og utan skipulagsheilda, og tryggja að allir sem koma að málinu séu samstíga. Það byggir á raunverulegum dæmum og praktískum æfingum, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að vinna með raunhæf verkefni og þróa eigin krísustjórnunaráætlanir.
Námsefni:
Kennari: Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans
Meðal gesta á námskeiðinu:
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
Nýtt námskeið hefst 18. september og kennt er á miðvikudögum 13:00 – 16:00 og fimmtudögum 9:00 – 12:00 í þrjár vikur
Námið er í boði sem staðnám eða fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.
Námið er 18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.
Námsmat: Hópverkefni í tímum og lokaverkefni sem byggir á raunhæfu verkefni.
Námsgjöld: 269.000 kr.
Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.
Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.
Andri Ólafsson
Halla Gunnarsdóttir
Skapti Örn Ólafsson
Pétur Blöndal