Leiðtoginn
Leiðtogi í nýsköpun og viðskiptaþróun
Nýtt hefst 11.maí
Akademias býður upp á leiðtoga í nýsköpun og viðskiptaþróun. Nokkrir af helstu sérfræðingum landsins í nýsköpun og viðskiptaþróun munu segja frá af hverju og hvernig er nauðsynlegt að nýta tækifæri tækninnar til þess að skapa nýjungar. Ennfremur verða tekin dæmi um það hvernig íslensk fyrirtæki, jafnt sem erlend, eru að nálgast viðskiptaþróun og nýsköpun.
Þetta er einstakt tækifæri til þess að fá aukna þekkingu og hæfni á nýsköpun og viðskiptaþróun sem nýtist til verðmætasköpunar og aukinnar skilvirkni fyrirtækja og stofnana. Fjallað verður t.d. um hvernig gervigreindartækni eins og ChatGTP getur skapað tækifæri til þess að endurhugsa hvernig fyrirtæki starfar og hvað það hefur upp á að bjóða. Ennfremur verður sérstaklega skoðað hvernig sjálfbærni hjá fyrirtækjum getur verið drifin áfram af nýsköpun.
Umsjónaraðili námskeiðsins er dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, sem er einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna sem hefur verið leiðandi í MBA náminu í Copenhagen Business School í tuttugu ár og kennt MBA, MSc. og PhD áfanga við fjölda háskóla. Leiðbeinendur námsins eru 6 -12 talsins sem eru sérfræðingar í nýsköpun og viðskiptaþróun. Hver áfangi hefur á bilinu 2 – 5 leiðbeinendur sem segja frá eigin reynslu og raundæmum.
Leiðtogi í nýsköpun og viðskiptaþróun snýst um að skapa þekkingu, færni og leikni sem tengist nýsköpun og viðskiptaþróun. Á námskeiðinu lærir fólk um nýjar aðferðir tengdar nýsköpun og nýsköpunarferlinu, tækifæri sem felast í nýrri tækni og um ferli til þess að stýra viðskiptaþróun og viðskiptavinaþróun.
Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, skipulagða- og skapandi hugsun.
Námskeiðið byrjar 11. maí kl. 13:00 og er kennt fimmtudaga kl. 13:00 – 16:00 og föstudaga kl. 9:00 – 12:00 frá 11. maí til 26. maí.
Námskeiðið er kennt í stað- og fjarkennslu. Námskeiðið er 18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.
Námsmat: Einstaklingsverkefni og hópverkefni.
Námskeiðagjöld: 240.000 kr Snemmskráningargjald 190.000
Dr. Eyþór Ívar Jónsson