Lýsing námskeiðs og skráning

Leiðtogi -  Jafnvægi og virkjun mannauðs

Akademias býður upp á námskeið sem miðar að því að hjálpa fyrirtækjum að búa til vinnuaðstæður og menningu þar sem jafnvægi er á milli vinnu og heimilis, hugar og líkama. Það er sívaxandi  þörf  á vinna með fyrirbyggjandi aðferðum gagnvart stressi og kulnun á vinnustöðum og að skapa aðstæður þar sem fólki líður vel og getur blómstrað. Námskeiðið snýst um að skapa grundvöll fyrir leiðtoga sem skilja hvaða leiðir eru mögulegar til þess að skapa hugarró, jafnvægi og lífsorku hjá starfsmönnum.  

Leiðbeinendur námsins eru allir leiðandi í að rannsaka eða vinna með jafnvægi og orku einstaklinga og hópa eða skapa menningu sem lætur fólki líða vel frekar en að skapa stress og kulnun í starfi.

Umsjónarmenn eru Þorvaldur Ingi Jónsson og Dr. Eyþór Ívar Jónsson. Þorvaldur er með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun. Hann heldur fyrirlestra um áhrifamátt þjónandi leiðtoga og jákvæðs skapandi lífsmáta, ásamt því að kenna og leiða Qigong lífsorkuæfingar. Eyþór er forseti Akademias og skipuleggur miniMBA og Leiðtoganám Akademias.

Leiðtogi í jafnvægi mannauðs snýst um að skapa þekkingu og færni á aðferðum til þess að draga úr stressi og ójafnvægi á vinnustöðum. Rauði þráðurinn byggir á reyndum aðferðum núvitundar og Qigong. Núvitund er þekkt og viðurkennd aðferðafræði innan viðskiptafræðinnar. Leiðtogar í jafnvægi mannauðs  skilja hvernig á að greina óheilbrigða menningu og koma með ráð og aðferðir til þess að draga úr stressi og auka lífsorku.

Qigong æfingar hafa verið stundaðar í Kína til heilsubótar í 5000 ára. Qi (Chi) er lífsorka hvers og eins. Qigong er leiðin til að auka orku og jákvætt hugarfar. Qigong var innleitt á Íslandi árið 1994 af Gunnari Eyjólfssyni leikara og Birni Bjarnasyni fv. ráðherra. Vigdís Finnbogadóttir byrjaði þá að stunda Qigong. Í umsögn hennar segir: „Af eigin reynslu er mér ljúft að mæla með Þorvaldi sem frábærum leiðbeinanda fyrir þá sem hafa huga á að kynna sér Qigong til að viðhalda góðri lífsorku og efla jákvæða lífsafstöðu"

Aðferðafræðin byggir á stuttum fyrirlestrum, verklegum æfingum og samtölum. Lögð er  áhersla á samskiptahæfni, greiningu og lausn vandamála og gagnrýna- og skapandi hugsun.

Leiðbeinendur:

Þorvaldur Ingi Jónsson – Stjórnendaráðgjafi og sérfræðingur í Qigong
Anna Dóra Frostadóttir - Sálfræðingur og framkvæmdastjóri Núvitundarsetursins
Svandís Nína Jónsdóttir - Verkefnastjóri og forstöðukona rannsókna hjá Virk
Eygló Egilsdóttir - Framkvæmdastjóri Jakkafatajóga
Trausti Haraldsson - Framkvæmdastjóri hjá Prósent
Harpa Sjöfn Lárusdóttir - Mannauðsstjóri 66North
Eyþór Ívar Jónsson – Forseti Akademias

*Listi leiðbeinenda verður uppfærður

Áfangar:

  1. Lífsorka og jafnvægi
  2. Viðbrögð við stress og kulnun
  3. Heilbrigð menning

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námið er í boði sem staðnám eða fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Námið er  7,5 klst., þ.e. 3 áfangar, 2,5 klst. hver áfangi.

Námsmat: Stutt greiningin og samantekt á því hvernig hægt væri að auka jafnvægi, skapa menningu leiðtoga og virkja mannauðinn enn betur, t.d. á vinnustað eða í teymum. 

Námsgjöld: 99.000 kr. 

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinendur

Anna Dóra Frostadóttir

Svandís Nína Jónsdóttir

Eygló Egilsdóttir

Harpa Sjöfn Lárusdóttir

Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósent sem er framkvæmdaaðili Íslensku ánægjuvogarinnar

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Hoobla - Systir Akademias