Lýsing námskeiðs og skráning

Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum

Akademias býður upp á námskeiðið Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum. Á námskeiðinu er sérstök áhersla á framtaksfjárfestingar bæði út frá sjónarhóli fjárfesta, hvort sem það eru einkafjárfestar eða fagfjárfestar, og út frá þeim sem eru að leita eftir fjármagni, eins og t.d. fyrir sprotafyrirtæki. Ísland á talsvert í land þegar kemur að framtaksfjárfestingum en það horfir til betri tíma. Sífellt eru að verða til fleiri leiðir í fjármögnun. Á sama tíma er mikilvægt að skapa aukna þekkingu á framtaksfjárfestingum, bæði hjá einstaklingum og fjárfestingarfélögum. Námskeiðið er fyrir starfsmenn fjárfestingafélaga, einkafjárfesta og frumkvöðla.

Þetta er einstakt tækifæri til þess að fá læra um fjármögnunarferli fyrirtækja og fjárfestingar í fyrirtækjum. Á námskeiðinu er farið yfir hvað einkennir framtaksfjárfestingar og ólíkar tegundir af fjárfestum, hvernig á að meta fjárfestingartækifæri og hvað þarf að gera til auka verðmæti fjárfestinga, hvernig á að meta fjárfestingarhæfi félaga og hvað þarf að gera til þess að verða fjárfestingarhæft félag, hvernig á verðmeta nýsköpunarfélög og hvernig er hægt að snúa við rekstri félaga og hvernig á að leiða fjármögnunarferli fyrirtækja. Einnig verður fjallað um það lagaumhverfi sem snýr að stofnun sjóða hérlendis.

Umsjónaraðilar námskeiðsins eru dr. Eyþór Ívar Jónsson og Ingi Björn Sigurðsson sem hafa báðir starfað í tengslum við framtaksfjárfestingar og uppbyggingu fyrirtækja um áratuga skeið. Þeir eru jafnframt með einstaka reynslu í hraða þroskaferli sprotafyrirtækja og gera þau fjárfestingarhæf. Leiðbeinendur námsins eru sérfræðingar framtaksfjárfestingum og fjármögnun fyrirtækja. Hver áfangi hefur á bilinu 2 – 5 leiðbeinendur sem segja frá eigin reynslu og raundæmum.

Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.

Áfangar:

  1. Framtaksfjárfestingar
    • Mikilvægi framtaksfjárfestinga
    • Hvað einkennir ólíka fjárfesta
    • Viðskiptamódel og virðisauki fjárfesta
  2. Tækifæri til fjárfestingar
    • Hvað eru fjárfestingartækifæri?
    • Skalanleiki fyrirtækja
    • Útganga og ávöxtun
  3. Verðmætasköpun 
    • Fjárfestingarhugtök
    • Fjárfestingarákvörðun
    • Drifkraftar verðmætasköpun
  4. Fjárfestingarhæfi fyrirtækja
    • Viðskiptahugmynd, lykilstarfsmenn og skipulag
    • Áreiðanleikakönnun
    • Fjármögnunarþörf
  5. Verðmat og viðsnúningur
    • Verðmat fyrirtækja
    • Virðisauki með viðsnúningi
    • Framfarir snúast um fólk
    • Stofnun sjóða
  6. Fjármögnun og fjárfestar
    • Fjárfestingarstefna
    • Aðferðafræði fjárfesta
    • Samningar og viðskiptakjör (Term sheet)

Leiðbeinendur á fyrri námskeiðum hafa verið:

Hrönn Greipsdóttir - Framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðurinn Kría
Jenný Ruth HrafnsdóttirPartner hjá Crowberry
Kremena Tosheva - Fjárfestingarstjóri hjá SNÖ ventures
Runno Allikivi - Fjárfestingarstjóri hjá VF Venture
Ari Helgasonfv. Principal Index Ventures
Mads Lacoppidan - Fjárfestingarstjóri hjá VF Venture, Vækstfonden
Eyþór Ívar Jónsson - forseti Akademias
Ingi Björn Sigurðsson - Framkvæmdastjóri DYR ventures

Hagnýtar upplýsingar

ATH: Námskeiðið er bæði í stað- og fjarnámi. Nemendur í fjarnámi geta valið að vera í beinni á Zoom eða horft á upptökurnar þegar hentar. Nemendur í staðnámi mæta í Borgartún 23, 3. hæð. 

Námskeiðið er 18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi. Kennsla hefst 27. október og er kennt á mánudögum 13-16 og þriðjudögum 9-12 í þrjár vikur.

Námskeiðið telur til 4 klukkustunda af almennri endurmenntun fyrir þá sem lokið hafa verðbréfaréttindaprófi.

Námsmat: Einstaklingsverkefni og hópverkefni.

Námsgjöld: 269.000 kr. 

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

 

Leiðbeinendur

Jenný Ruth Hrafnsdóttir, Partner hjá Crowberry

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Ingi Björn Sigurðsson fjárfestingarráðgjafi