Lýsing námskeiðs og skráning

Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum

Akademias býður upp á námskeiðið Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum. Á námskeiðinu er sérstök áhersla á framtaksfjárfestingar bæði út frá sjónarhóli fjárfesta, hvort sem það eru einkafjárfestar eða fagfjárfestar, og út frá þeim sem eru að leita eftir fjármagni, eins og t.d. fyrir sprotafyrirtæki. Ísland á talsvert í land þegar kemur að framtaksfjárfestingum en það horfir til betri tíma. Sífellt eru að verða til fleiri leiðir í fjármögnun. Á sama tíma er mikilvægt að skapa aukna þekkingu á framtaksfjárfestingum, bæði hjá einstaklingum og fjárfestingarfélögum. Námskeiðið er fyrir starfsmenn fjárfestingafélaga, einkafjárfesta og frumkvöðla.

Þetta er einstakt tækifæri til þess að fá læra um fjármögnunarferli fyrirtækja og fjárfestingar í fyrirtækjum. Á námskeiðinu er farið yfir hvað einkennir framtaksfjárfestingar og ólíkar tegundir af fjárfestum, hvernig á að meta fjárfestingartækifæri og hvað þarf að gera til auka verðmæti fjárfestinga, hvernig á að meta fjárfestingarhæfi félaga og hvað þarf að gera til þess að verða fjárfestingarhæft félag, hvernig á verðmeta nýsköpunarfélög og hvernig er hægt að snúa við rekstri félaga og hvernig á að leiða fjármögnunarferli fyrirtækja. Einnig verður fjallað um það lagaumhverfi sem snýr að stofnun sjóða hérlendis.

Umsjónaraðilar námskeiðsins eru dr. Eyþór Ívar Jónsson og Ingi Björn Sigurðsson sem hafa báðir starfað í tengslum við framtaksfjárfestingar og uppbyggingu fyrirtækja um áratuga skeið. Þeir eru jafnframt með einstaka reynslu í hraða þroskaferli sprotafyrirtækja og gera þau fjárfestingarhæf. Leiðbeinendur námsins eru 10 - 15 talsins sem eru sérfræðingar framtaksfjárfestingum og fjármögnun fyrirtækja. Hver áfangi hefur á bilinu 2 – 5 leiðbeinendur sem segja frá eigin reynslu og raundæmum.

Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.

Áfangar:

 1. Framtaksfjárfestingar
  • Mikilvægi framtaksfjárfestinga
  • Hvað einkennir ólíka fjárfesta
  • Viðskiptamódel og virðisauki fjárfesta
 2. Tækifæri til fjárfestingar
  • Hvað eru fjárfestingartækifæri?
  • Skalanleiki fyrirtækja
  • Útganga og ávöxtun
 3. Verðmætasköpun 
  • Fjárfestingarhugtök
  • Fjárfestingarákvörðun
  • Drifkraftar verðmætasköpun
 4. Fjárfestingarhæfi fyrirtækja
  • Viðskiptahugmynd, lykilstarfsmenn og skipulag
  • Áreiðanleikakönnun
  • Fjármögnunarþörf
 5. Verðmat og viðsnúningur
  • Verðmat fyrirtækja
  • Virðisauki með viðsnúningi
  • Framfarir snúast um fólk
  • Stofnun sjóða
 6. Fjármögnun og fjárfestar
  • Fjárfestingarstefna
  • Aðferðafræði fjárfesta
  • Samningar og viðskiptakjör (Term sheet)

Leiðbeinendur eru m.a.:

Jenný Ruth HrafnsdóttirPartner hjá Crowberry
Margrét HarðardóttirFramkvæmdastjóri hjá Lateral Investment Management
Kremena Tosheva - Fjárfestingarstjóri hjá SNÖ ventures
Áslaug Magnúsdóttir - Stofnandi Katla
Andrew Ive
- Stofnandi Big Idea Ventures
Guðjón Már Guðjónsson - Stofnandi OZ
Stefanía Guðrún Halldórsdóttir - Framkvæmdastjórir Eyrir Venture Management
Runno Allikivi - Fjárfestingarstjóri hjá VF Venture
Ari Helgasonfv. Principal Index Ventures
Mads Lacoppidan - Fjárfestingarstjóri hjá VF Venture, Vækstfonden

Hagnýtar upplýsingar

ATH: Námskeiðið er bæði í stað- og fjarnámi. Nemendur í fjarnámi geta valið að vera í beinni á Zoom eða horft á upptökurnar þegar hentar. Nemendur í staðnámi mæta í Borgartún 23, 3. hæð. 

Námskeiðið er 18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi. Kennsla hefst 12.nóvember 2024 og er kennt á miðvikudögum 13-16 og fimmtudögum 9-12 í þrjár vikur.

Mögulega verður námskeiðið kennt á vormánuðum 2024 en hægt er að skrá sig á póstlista og fá upplýsingar ef námskeiðið fer fyrr í sölu.

Námskeiðið telur til 4 klukkustunda af almennri endurmenntun fyrir þá sem lokið hafa verðbréfaréttindaprófi.

Námsmat: Einstaklingsverkefni og hópverkefni.

Námsgjöld: 269.000 kr. 

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

 

Leiðbeinendur

Ari Helgason, Principal Index Ventures

Jenný Ruth Hrafnsdóttir, Partner hjá Crowberry

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Margrét Harðardóttir, Framkvæmdastjóri hjá Lateral Investment Management

Ingi Björn Sigurðsson fjárfestingarráðgjafi

Andri Sveinsson, Partner hjá Novator