Lýsing námskeiðs og skráning

Leiðtogi í AI umbreytingum

Gervigreind er að umbreyta atvinnulífi, þjónustu og samfélögum á hraða sem við höfum ekki séð áður. Fyrirtæki og stofnanir sem ná að nýta AI með markvissum hætti munu leiða þróunina — hinir verða eftir. Þeir sem taka að sér leiðtogahlutverk í þessum umbreytingum þurfa að sameina stefnumótandi hugsun, innsýn í tæknina og hæfni til að leiða fólk í gegnum breytingar.

Á þessu hnitmiðaða 3 vikna námskeiði færð þú verkfæri, þekkingu og aðferðir til að taka frumkvæði og leiða AI umbreytingar á þínu starfssviði. Þú lærir hvernig á að nýta breytingastjórnun til þess að leiða fyrirtæki í gegnum umbreytingar.  

Markmið námskeiðsins

  • Að skilja áhrif gervigreindar á rekstur, störf og stefnumótun
  • Að þekkja helstu tækifæri og áhættur sem fylgja AI umbreytingum
  • Að þróa leiðtoga og teymi sem stuðla að árangri í  umhverfi breytinga.
  • Að móta aðgerðaáætlun byggða á breytingastjórnun til að innleiða og leiða AI umbreytingar

Fyrir hvern er námskeiðið?

Námskeiðið er ætlað stjórnendum, millistjórnendum, frumkvöðlum og öðrum sem vilja stíga inn í leiðtogahlutverk í umbreytingum tengdum gervigreind. Það hentar öllum sem vilja skilja hvernig AI getur orðið að kjarnafærni og lykilhluti af stefnu, nýsköpun og daglegum rekstri.

Uppbygging námskeiðsins

  • Vika 1 – AI umbreytingin: tækifæri, áhættur og nýtt landslag
  • Vika 2 – Leiðtogahlutverk í breytingastjórnun: samskipti, ákvarðanataka og ný hæfni
  • Vika 3 – Aðgerðaáætlun og framtíðarsýn: hvernig þú leiðir AI umbreytingu í þínu samhengi

Að námskeiði loknu hefur þú skýra sýn á hlutverk leiðtoga í AI umbreytingum og mótað aðgerðaáætlun sem gerir þér kleift að hefja breytingar strax í þínu eigin starfsumhverfi.

Hagnýtar upplýsingar:

Kennt á þriðjudögum 13:00 - 16:00 og miðvikudögum 9:00 - 12:00 - 3 vikur og hefst 21. október 2025.

Námið er í boði sem staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Námið er 18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.  

Námsmat: Einstaklings- og hópverkefni.

Verð: 269.000 kr. 

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki (sjá t.d. www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson