Lýsing námskeiðs og skráning

Lærðu að læra

„Lærðu að læra“ er hagnýtt og framsækið námskeið sem snýst um hvernig einstaklingar geta orðið skilvirkari, sjálfstæðari og markvissari í námi — óháð því hvort þeir eru að tileinka sér nýja færni, þróa hæfni í starfi eða læra í eigin persónulegum tilgangi. Námskeiðið leggur áherslu á innri hvatningu, sjálfstæði, færni og tilfinningaleg tengsl.

Á námskeiðinu læra þátttakendur að greina eigin námsstíl, byggja upp áhrifaríkar námsvenjur og nýta verkfæri sem styðja við langvarandi þekkingarmyndun. Þátttakendur fá innsýn í aðferðir til að hjálpa til við að festa nýja færni í sessi. Með raunhæfum dæmum og einföldum æfingum öðlast nemendur skilning á því hvernig þeir geta orðið skilvirkari í námi og nýtt styrkleika sína á markvissan hátt.

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi:

  • Skilji hvernig innri hvati býr til áhrifaríkari námstækni
  • Nýti aðferðir til að greina eigin námsstíl, styrkleika og hindranir í námi
  • Tileinki sér áhrifaríkar námsaðferðir sem bæta minni, dýpt, sjálfstæði og árangur
  • Læri einföld verkfæri til að skapa ramma og venjur sem gera námið markvissara og skemmtilegra
  • Þrói persónulegt „lærdómskerfi“ sem styður við vöxt, hugrekki, forvitni og langtímafærni

Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar öllum sem vilja verða betri í að læra — frá nemendum og stjórnendum til starfsfólks fyrirtækja, frumkvöðla, kennara og allra sem vilja efla hæfni sína til að tileinka sér nýja þekkingu. Þetta er sérstaklega gagnlegt fyrir þá sem starfa í umhverfi þar sem breytingar eru tíðar, ný tækni er tekin upp reglulega eða hæfniþróun er lykilþáttur í framtíðarárangri.

Hagnýtar upplýsingar

  • Tímalengd: 3 klst.
  • Verð: 29.900 kr.
  • Dagsetningar í boði:
    • 2. febrúar kl. 17:00
  • Staðnám hjá Akademías í Borgartúni 23, 3.hæð.
  • Hámarksfjöldi: 30 þátttakendur á hverju námskeiði.

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki (sjá t.d. www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum asdis@akademias.is

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson