Hraðall
Frá hugmynd í rekstur – 10 vikna AI-hraðall
Hraðallinn hefst 23. janúar
Gerðu drauminn að veruleika og byggðu upp sjálfbæran rekstur í Akademias AI-hraðli sem flýtir ferlinu að búa til fyrirtæki úr mánuðum og árum í 10 vikur.
Ertu með viðskiptahugmynd en vantar skýra leið inn á markað? Viltu byggja upp rekstur á þínum forsendum án þess að vera háð/ur fjárfestum?
Þessi 10 vikna AI-hraðall er hannaður fyrir frumkvöðla sem vilja láta verkin tala. Við leggjum til hliðar hefðbundnar glærukynningar fyrir fjárfesta en setjum allan fókus á það sem skiptir máli: Að búa til vöru sem leysir vandamál, finna viðskiptavini sem eru tilbúnir að borga, og nýta nýjustu gervigreindartækni til að gera þetta allt á methraða.
Þú færð aðgang að öflugum verkfærum, reyndum mentorum og hagnýtri þjálfun sem hjálpar þér að breyta hugmynd í rekstur.
Ávinningur
Fyrir hverja?
Hraðallinn hentar einstaklingum og teymum sem:
Um námskeiðið
Í tíu vikur hittumst við vikulega í hybrid vinnustofum (blanda af staðnámi og fjarfundum) þar sem farið er í stutta fyrirlestra og unnið beint í verkefnum. Milli tíma vinna þátttakendur að framgangi hugmyndarinnar með stuðningi rafrænna gagna og gervigreindarverkfæra.
Ólíkt hefðbundnum hröðlum sem miða oft að því að undirbúa „investor pitch“ snýst þessi hraðall um framkvæmd og sölu. Við nýtum gervigreind markvisst í hverri viku til að minnka handavinnu svo þú getir einbeitt þér að því að tala við kúnna og móta vöruna.
Innifalið í námskeiðinu:
Aðalleiðbeinandi:
Aðalleiðbeinandi er Dr. Eyþór Ívar Jónsson sem er frumkvöðull í að hanna, þróa og reka viðskiptahraðla. Hann bjó til fyrsta hraðalinn á Íslandi, Viðskiptasmiðjuna, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Startup-Reykjavík sem var samstarfsverkefni Klak (og Innovit) og Arion banka. Eyþór bjó til fyrsta hraðallinn fyrir vaxtarfyrirtæki í Evrópu sem var Growth-Train í Danmörku og bjó til hraðal fyrir MBA nemendur Copenhagen Business School. Hann hefur verið ráðgjafi viðskiptahraðla í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Ítalíu, Þýskalandi, Bretlandi, Marokko og Dubai. Eyþór er meðstofnandi og forseti Akademias.
Fjöldi ráðgjafa og mentora kemur einnig að kennslu og aðstoð við frumkvöðla.
Dagskrá og fyrirkomulag
Hraðallinn skiptist í þrjá fasa sem leiða þig skref fyrir skref í átt að markmiðinu.
Fasi 1: Grundvöllurinn (Vika 1-3)
Leysir hugmyndin raunverulegt vandamál.
Fasi 2: Þróun og prófun (Vika 4-6)
Frá hugmynd til veruleika.
Fasi 3: Rekstur og framtíð (Vika 7-10)
Fjármál, vöxtur og vegferðin áfram.
Hagnýtar upplýsingar
Tímasetning: Námskeiðið hefst föstudaginn 23. janúar og stendur til 27. mars. Kennt er alla föstudaga frá kl. 13:00 – 15:00.
Staðsetning: Hybrid vinnustofur (nánari staðsetning auglýst síðar / Zoom hlekkur sendur á þátttakendur).
Verð: 299.000 kr. Fyrir hvern aukaþátttakanda úr sama teymi greiðist 90.000 kr. aukalega.
Athugið: Hægt er að sækja um styrki til stéttarfélaga og starfsmenntasjóða vegna námskeiðsins. Sjá reiknivél hér að neðan.
Dr. Eyþór Ívar Jónsson
Reiknaðu þitt verð á námskeiðinu að frádregnum mögulegum styrkjum þíns stéttarfélags
*Veldu félag til að sjá niðurgreiðslu og endanlegt verð.