Föstudags
Föstudags: Hönnun breytinga með Enterprise Design og EDGY
Kennt föstudaginn 16. maí
Akademias og Helgi Már Björgvinsson bjóða til vinnustofu.
Taktu stjórn á flóknum breytingum – með krafti Enterprise Design
Breytingar eru óumflýjanlegar – en af hverju klúðrast þær svo oft? Þessi vinnustofa snýst um að fá vopnin í hendurnar til að breyta því. Með Enterprise Design og EDGY-aðferðafræðinni færðu ekki bara innsýn í hvað býr að baki flækjustigi breytinga, heldur líka hvernig þú getur tekist á við það af öryggi og fagmennsku.
Vinnustofan hentar sérstaklega fyrir leiðtoga, ráðgjafa, stjórnendur og aðra sem taka þátt í eða stýra breytingum – hvort sem um er að ræða skipulagsbreytingar, ný verkefni, stefnumótun eða nýsköpun. Þú færð verkfæri sem hjálpa þér að hanna og innleiða breytingar með tilgangi, yfirsýn og áhrifum.
Hvað tekurðu með þér?
Helgi Már Björgvinsson er sjálfstætt starfandi ráðgjafi með víðtæka og margþætta reynslu af Enterprise Design. Hann er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc í Corporate Communication and Reputation Management frá Manchester Business School. Með yfir 20 ára reynslu í leiðandi og stefnumótandi hlutverkum á sviði upplýsingatækni og stafrænna umbreyting, bæði í opinbera og einkageiranum, hefur hann starfað meðal annars hjá Símanum, Microsoft, H&M, Sogeti, Atea, Sandvik Coromant, Falu kommun och Region Dalarna.
Helgi er einnig kjarnameðlimur Intersection Group og einn af lykilaðilum samtakanna í þróun EDGY, ásamt tengdum verkfærum og aðferðum sem stuðla að hönnun fyrirtækja og stofnana.
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
Námið er í boði sem staðnám, fjarnám (í beinni á netinu).
Námskeiðið er 3 klst. og lýkur með tækifæri til tengslamyndunar.
Kennsla fer fram föstudaginn 16. maí frá kl. 13:00-16:00
Námsgjöld: 0kr - Til að skrá sig er námskeiðið sett í körfu og farið í gegnum skráningu.
ATH! Einungis 50 sæti eru í boði.
Helgi Már Björgvinsson