Lýsing námskeiðs og skráning

Copilot Sprettur

Vertu leiðtogi í nýtingu Copilot á þínum vinnustað

Vinnustofan er í samstarfi við Wise

Leiðtogi í Copilot er hagnýt vinnustofa fyrir þá sem vilja verða leiðandi í nýtingu Copilot innan sinna skipulagsheilda. Námskeiðið er sérstaklega sniðið að þeim sem vilja ekki aðeins læra að nýta Copilot sjálfir – heldur einnig geta miðlað þeirri þekkingu áfram til annarra.

Þátttakendur fá yfirgripsmikla þjálfun í Copilot í Microsoft 365 forritum, þjálfun í hagnýtri prompt-tækni. Nemendur þróa og móta fræðsluáætlun fyrir sinn vinnustað og kennsluefni í gegnum vinnustofuna ásamt innleiðingaráætlun. Markmiðið er að nemendur geti nýtt Copilot með skilvirkum hætti innan Microsoft 365 forritana.

Markmið námskeiðsins

  • Tileinka sér helstu notkunarmöguleika Copilot í Microsoft 365
  • Undirbúa og halda fræðslu um Copilot fyrir samstarfsfólk
  • Verða leiðtogi í nýtingu gervigreindar í starfi

Helstu umfjöllunarefni

  • Grunnatriði Copilot
  • Copilot í:
    • Word
    • Excel
    • PowerPoint
    • Outlook
    • Teams
  • OneNote & Loop
  • Mótun innleiðingar- og fræðsluáætlunar

Námskeiðið er leitt áfram af sérfræðingum frá Wise

  • Hermann Jónsson

Hagnýtar upplýsingar

Nemendur þurfa gæta þess að vera með virkt Microsoft 365 Copilot leyfi og mæta með tölvur.

Vinnustofan hefst 8. desember 2025. Kennt verður í tvo daga, 8. desember kl. 9-16 og 9. desember frá kl. 9-12.

Vinnustofan er eingöngu í boði sem staðnám í Borgartúni 23.

Innifalið í vinnustofunni er samtal og ráðgjöf frá sérfræðingum Wise í kjölfar námskeiðs fyrir þá sem hafa áhuga á.

Námsgjöld: 269.900 kr.

Frekari upplýsingar um vinnustofuna veitir Þórarinn Hjálmarsson, thorarinn@akademias.is

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinandi

Hermann Jónsson, Wise