TækniAkademia
Copilot Sprettur
Kennt 8. og 9. desember
Vertu leiðtogi í nýtingu Copilot á þínum vinnustað
Vinnustofan er í samstarfi við Wise
Leiðtogi í Copilot er hagnýt vinnustofa fyrir þá sem vilja verða leiðandi í nýtingu Copilot innan sinna skipulagsheilda. Námskeiðið er sérstaklega sniðið að þeim sem vilja ekki aðeins læra að nýta Copilot sjálfir – heldur einnig geta miðlað þeirri þekkingu áfram til annarra.
Þátttakendur fá yfirgripsmikla þjálfun í Copilot í Microsoft 365 forritum, þjálfun í hagnýtri prompt-tækni. Nemendur þróa og móta fræðsluáætlun fyrir sinn vinnustað og kennsluefni í gegnum vinnustofuna ásamt innleiðingaráætlun. Markmiðið er að nemendur geti nýtt Copilot með skilvirkum hætti innan Microsoft 365 forritana.
Markmið námskeiðsins
Helstu umfjöllunarefni
Námskeiðið er leitt áfram af sérfræðingum frá Wise
Hagnýtar upplýsingar
Nemendur þurfa gæta þess að vera með virkt Microsoft 365 Copilot leyfi og mæta með tölvur.
Vinnustofan hefst 8. desember 2025. Kennt verður í tvo daga, 8. desember kl. 9-16 og 9. desember frá kl. 9-12.
Vinnustofan er eingöngu í boði sem staðnám í Borgartúni 23.
Innifalið í vinnustofunni er samtal og ráðgjöf frá sérfræðingum Wise í kjölfar námskeiðs fyrir þá sem hafa áhuga á.
Námsgjöld: 269.900 kr.
Frekari upplýsingar um vinnustofuna veitir Þórarinn Hjálmarsson, thorarinn@akademias.is
Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.
Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.
Hermann Jónsson, Wise