Lýsing námskeiðs og skráning

Copilot sjálfvirkni (agents)

Vinnustofan er í samstarfi við Wise og byggir á hagnýtum lausnum og raunverulegum dæmum.

Námskeiðið „Copilot sjálfvirkni“ er sérhannað fyrir þá sem hafa lokið námskeiðinu Leiðtogi í Copilot eða sambærilegu námskeiði og vilja nú taka næsta skref í nýtingu Copilot Agents innan Microsoft umhverfisins. Þetta öfluga dagsnámskeið veitir þátttakendum færni til að hanna, þróa og dreifa Copilot Agents ásamt því að samtvinna þá við sjálfvirk vinnuferli í Microsoft 365 og Power Automate.

Markmið námskeiðsins

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist hagnýta og dýpri færni í notkun Copilot Agents. Að námskeiði loknu geta þátttakendur sjálfstætt skipulagt, útfært og innleitt sjálfvirkni með Copilot Agents í daglegu starfi.

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið hentar einkum þeim sem hafa áður sótt námskeiðið Leiðtogi í Copilot eða hafa reynslu og grunnþekkingu á Copilot-lausnum Microsoft. Þetta námskeið er fyrir sérfræðinga, stjórnendur, verkefnastjóra og starfsfólk í upplýsingatækni sem vilja nýta alla möguleika Copilot Agents til sjálfvirknivæðingar vinnuferla.

Efni námskeiðsins

Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir:

  • Yfirlit yfir möguleika Copilot Agents
  • Hönnun á Copilot Agent
  • Smíði fyrsta Copilot Agents
  • Sjálfvirkni og vinnuflæði í Microsoft 365 og Power Automate
  • Birting og dreifing á Copilot Agents

Kennari

Hermann Jónsson, Wise

Gunnar Örn Haraldsson, Wise

Hagnýtar upplýsingar

Nemendur þurfa gæta þess að vera með virkt Microsoft 365 Copilot leyfi og mæta með tölvur.

Einnig æskilegt að vera með leyfi fyrir Copilot Studio svo að námskeiðið nýtist sem best. Bent er á að hægt er að sækja trial að Copilot Studio sem gildir í 30 daga svo það þarf að hafa í huga að leyfið sé virkt yfir námskeiðs tímann.

Aðgangur að SharePoint library sem þátttakendur hafa aðgang að og geta sett inn gögn í tengslum við námskeiðið og útbúið Agents.

Vinnustofan hefst 10. desember 2025. Kennt verður í tvo daga, 10. og 11. desember frá kl. 9-16 báða dagana. Innifalið í námskeiðinu er léttur hádegisverður báða daga, kaffiveitingar og námskeiðsgögn.

Vinnustofan er eingöngu í boði sem staðnám í Borgartúni 23.

Námsgjöld: 269.000 kr.

Frekari upplýsingar um vinnustofan veitir Þórarinn Hjálmarsson, thorarinn@akademias.is

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinendur

Gunnar Örn Haraldssson, Wise

Hermann Jónsson, Wise