Canva 101
Hagnýtt 3 klst. námskeið
Canva er einfalt og fjölhæft hönnunarforrit sem hentar bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Með notendavænu viðmóti og fjölbreyttum sniðmátum geta notendur skapað faglega hönnun á skömmum tíma. Fyrirtæki nýta Canva til að styrkja markaðssetningu, mynda samræmt útlit, búa til sérsniðin efni fyrir samfélagsmiðla og vinna saman í teymum í rauntíma. Forritið hentar einnig einstaklega vel í kennslu þar sem hægt er að útbúa og sækja námsefni fyrir ólík skólastig.
Með þessu öfluga og fjölbreytta tóli er hægt að hanna allt frá glærukynningum, hugarkortum og myndböndum yfir í skjöl, skýrslur, bæklinga, plaköt, ferilskrár, hátíðarkort og efni fyrir alla helstu samfélagsmiðla. Canva er ódýr, aðgengileg og auðveld lausn fyrir alla sem vilja koma hugmyndum á framfæri á sjónrænan hátt — hvort sem það eru stjórnendur, kennarar, markaðsfólk, frumkvöðlar, hönnuðir eða skapandi einstaklingar.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi:
Kynnist viðmótinu, stofni aðgang og læri að vinna með innra viðmótið
Geti unnið með texta, myndir, myndbönd og tónlist í sniðmátum
Geti hlaðið upp skjölum, vistað og deilt hönnun með öðrum
Nýti verklegar æfingar til að geta búið til sitt eigið efni strax að námskeiði loknu
Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar öllum sem vilja læra fyrstu skrefin í Canva og kynna sér helstu möguleika forritsins. Canva er mikið notað af grafískum hönnuðum, markaðs- og samfélagsmiðlastjórum, kennurum, fyrirtækjaeigendum og sjálfstætt starfandi einstaklingum — en ekki síður öllum sem hafa gaman af því að skapa, hanna og búa til sitt eigið efni á einfaldan og skemmtilegan hátt.
Um kennarann
Margrét Lena Kristensen hefur notað Canva í mörg ár og hannað bæði rafrænt og útprentað efni til útprentunar s.s. markaðs-, sölu- og kynningarefni, ársskýrslur o.fl. fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Margrét er með meistaragráðu á sviði líf- og læknavísinda en hefur sérhæft sig í verkefnastjórnun og í skapandi lausnum. Margrét Lena hefur gegnt hlutverki verkefnastjóra Hugvita - Nýsköpunarseturs Hafnarfjarðar frá stofnun þess, þróað starfsemina og haldið utan um rekstur þess en þar hefur Canva nýst vel í fjölbreyttum og ólíkum verkefnum.
Hagnýtar upplýsingar
Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.
Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki (sjá t.d. www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum asdis@akademias.is
Margrét Lena Kristensen