Akademias Executive MBA námsstyrkur
Umsóknarfrestur til 20. janúar 2025
Akademias auglýsir eftir umsækjendum um námsstyrk í Akademias Executive MBA nám.
Námsstyrkurinn er að verðmæti 2.900.000 kr. sem felur í sér niðurfellingu á gjöldum fyrir námið í heild sinni. Viðkomandi þarf þó að ljúka náminu innan þriggja ára.
Þátttökukrafa er háskólagráða eða 10 ára reynsla sem stjórnandi eða sérfræðingur.
Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi.
Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2025.
Umsóknir eða fyrirspurnir skal senda á netfangið namsstyrkur@akademias.is