Lýsing námskeiðs og skráning

6 Lykilfærniþættir - að leiða teymi til árangurs með FranklinCovey

Leiðtogar hafa veruleg áhrif á alla árangursmælikvarða í rekstri: framleiðni og helgun starfsmanna, ánægju og tryggð viðskiptavina, nýsköpun og fjárhagslega frammistöðu. Þeir skapa og miðla menningu til sinna teyma og hafa bein áhrif á það hvort starfsmenn kjósi að vera eða fara. Þau bera mikla ábyrgð á gæði þjónustuupplifunar og teymi þeirra eru uppspretta nýsköpunar fyrir vörur, þjónustu og ferli. Að leiða aðra til árangurs kallar á aðra færni en að leiða sjálfa(n) sig til árangurs. Stjórnendur þurfa nýtt hugarfar og nýjar aðferðir til að bregðast við nýjum áskorunum.

Hlutverk leiðtogans hefur alltaf verið erfitt og veruleiki dagsins í dag gerir hlutverk þeirra enn erfiðara. Færni með fólki leggur grunninn að 80% af árangri stjórnenda. Samt fá flestir framgang í stöðu stjórnenda vegna tæknikunnáttu sinnar. Bæði nýir og reyndir stjórnendur geta átt erfitt með að leiða teymi til árangurs í dagsins önn. 

6 lykilfærniþættir við að leiða teymi er safn af sérvöldu, hagnýtu og áhrifaríku efni frá FranklinCovey sem er sérsniðið að viðfangsefnum stjórnenda. Með nýju viðhorfi, færni og verkfærum fá þátttakendur að uppskera árangur í erfiðu hlutverki sínu og hljóta góðan stuðning á leiðinni. Markmið vinnustofunnar er að aðstoða stjórnendur við að umbreytast frá því að ná árangri í gegnum eigið framlag í það að virkja framlag annarra til árangurs. 

Markmið vinnustofunar er að:

  • Skilja og nýta grunnviðhorfsbreytingu leiðtoga og tileinka sér lykilfærni stjórnenda, sem þjónar árangri teyma og vinnustaða
  • Auka helgun liðsmanna með því að taka reglulega stöðuna með hverjum og einum (1&1).
  • Skerpa á markmiðum og árangurmælikvörðum og dreifa ábyrgð ÁRANGRI liðsmanna. Styðja við vöxt og verksvið hvers og eins.
  • Veita uppbyggilega endurgjöf til að þróa sjálfstraust og færni hvers liðsmanns. Auka eigin frammistöðu með því að sækjast eftir endurgjöf frá öðrum.
  • Tilgreina aðgerðir til að aðstoða liðsmenn við að innleiða og hraða BREYTINGAR breytingum með farsælum hætti.
  • Nota vikulega áætlanagerð til að einblína á mikilvægustu forgangsverkefnin, og styrkja eigin frammistöðu með því að vinna markvisst að orkustjórnun.

Leiðbeinandi:

Sigríður Þrúður starfar sem mannauðsstjóri Kópavogsbæjar.  Hún starfaði áður sem skrifstofustjóri skrifstofu Starfsþróunar – og starfsumhverfis Reykjavíkurborgar á Mannauðs- og starfsþróunarsviði og ráðgjafi á sviði mannauðsstjórnunar og stefnumótunar. Hún starfaði einnig sem mannauðsstjóri og mannauðssérfræðingur hjá Marel á Íslandi, sem forstöðumaður Ferðamálaskólans í Kópavogi, aðstoðarskólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, forstöðumaður Ferðamálaskólans í Kópavogi í MK og er stofnandi og ráðgjafi hjá HRM rannsóknir og ráðgjöf sem sérhæfir sig í mannauðsráðgjöf. Sigríður Þrúður hefur komið að öllum verkþáttum mannauðsstjórnunar frá ráðningum til starfsloka þ.m.t. kjaramálum, þjálfun og starfsþróun, gerð frammistöðumats, endurgjöf og ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks, innleiðingu markþjálfunar og uppbyggingu og framkvæmd stjórnendaþjálfunar.  

Hagnýtar upplýsingar

Námið er í boði sem staðnám eða fjarnám eða sem blönduð námsleið. 

Námið er  6 klst.

Námsgjald: 89.900 kr. 

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinandi

Sigríður Þrúður. mannauðsstjóri Kópavogsbæjar

Hoobla - Systir Akademias