Effect - Greining á fræðsluþörf
Við hjálpum vinnuveitendum að meta hæfni starfsfólks með hæfnigreiningu. Hæfnigreining er aðferðarfræði sem hvetur starfsfólk til sjálfsábyrgðar á eigin fræðslu, eykur þekkingu stjórnenda á teyminu sínu og gefur vinnuveitenda þau gögn sem þau þurfa þegar kemur að fræðslu og þjálfun starfsmanna.
Greiningin metur þá hæfniþætti sem starfsfólk þarf til að ná árangri í núverandi starfi og fyrir framtíðina. Niðurstöðurnar eru grundvöllur að klæðskerasniðni fræðsluáætlun sem hjálpar starfsfólki að ná meiri árangri og vinnustaðinn að ná markmiðum sínum.
Með hugbúnaðarlausninni Effect er greiningin endurtekin á 6 eða 12 mánaða fresti sem gefur starfsfólki og yfirmönnum gögn sem sýna hvernig hæfni þróast yfir tíma.
Ábati fyrir stjórnendur:
Stjórnendur fá dýpri þekkingu á hæfni starfsfólks og hvar hæfnigöt er að finna. Það gerir þeim kleift að efla starfsfólk og þau teymi sem þeir stýra. Niðurstöðurnar sýna hvort rétt hæfni sé í réttum hlutverkum sem auðveldar að tryggja rétta samsetningu teyma.
Greiningin gefur stjórnendum yfirsýn yfir framþróun starfsmanna og færir fræðsluábyrgðina yfir á starfsfólk þar sem það hefur tól til að styðjast við. Gögnin verða hluti af starfsmannasamtali sem án fyrirhafnar fyrir yfirmenn nýtist m.a. til að fylgjast með framgangi á hæfniaukningu hjá starfsfólki.
Ennfremur fá stjórnendur regluleg gögn sem gefur þeim færi á að fylgjast með hversu vel fjárfesting í fræðslu skilar sér í aukinni hæfni.
Ábati fyrir starfsfólk:
Mikil hvati verður til hjá starfsfólki því það fær klæðskerasniðna fræðsluáætlun sem eflir þá hæfniþætti sem skiptir það máli. Fræðslu er ekki ýtt að þeim heldur fá þau hvata og ábyrgðina sjálf til að sækja þá fræðslu, og á þann hátt, sem hentar hverjum og einum.
Ennfremur fær starfsfólk leið til að sýna fram á eigin hæfni og hvernig hún þróast yfir tíma. Greiningin verður þannig hluti af samtali starfsmanns og yfirmanns og mikilvægur hlekkur í starfsþróun.
Starfsfólk verður ánægðara í starfi sem skilar sér í auknum drifkrafti og meiri helgun í starfi.
Verð:
Hafðu samband:
Eva Karen hefur gert hæfnigreiningar á fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Hún er viðurkenndur Fræðslustjóri að láni og útskrifuð frá Kennaraháskóla Íslands, með meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Eva er einnig vottaður ACC markþjálfi með áherslu á stjórnendamarkþjálfun.
Eva starfaði áður sem fræðslustjóri Símans og framkvæmdastjóri Starfræna hæfniklasans.
Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar:
Eva Karen Þórðardóttir
Framkvæmdastjóri / Ráðgjafi Effect
s. 869-2180
eva@effect.is