Upplýsingar vegna Covid-19
Öll námskeið Akademias eru bæði í stað- og fjarnámi (e. hybrid). Þátttakendur geta tekið þátt í snjallstofunni okkar í Borgartúni 23, í beinni á netinu eða með upptökum eftirá. Ekki þarf að tilkynna um form þátttöku fyrir hvern tíma svo nemendur hafa mikinn sveigjanleika í öllu námi.
Eftir stutt bann við staðnámi er nú komin ný reglugerð sem gildir frá 1-15. apríl sem opnar fyrir það aftur. Akademias má taka á móti nemendum í sal með 2 metra fjarlægðartakmörkun en því er staðnám aftur í boði.
Allar nánari upplýsingar gefur Ásdís Ásgeirsdóttir, asdis@akademias.is.